Engin verðbólga…!

Engin verðbólga mældist í október og eru það ný tíðindi fyrir okkur Íslendinga að engin verðbólga mælist á milli mánaða en það gerðist nú í október mælingu Hagstofu Íslands. Verðbólgan mælist 3,6% sé miðað við síðastliðna 12 mánuði sem er töluvert undir meðaltali og ef horft er aftur til ársins 2006 hefur verðbólgan verið að jafnaði 6,9%. Undanfarna 3 mánuði …

Laun iðnaðarmanna í bygginga- og mannvirkjagerð hafa hækkað um 43% en annarra um 58%

Frá árinu 2006 hafa einstakar starfsstéttir hækkað 58% en laun iðnaðarmanna í bygginga- og mannvirkjagerð um 43%. Þetta má lesa úr nýútkominni skýrslu Samstarfsnefndar um launaupplýsingar og efnahagsforsendur kjarasamninga „Í aðdraganda kjarasamninga“ og fjallar um efnahagsumhverfi og launaþróun á tímabilinu 2006-2013 og er hugsuð sem undirstöðugang við gerð kjarasamninga. Í skýrslunni er mikið safn upplýsinga um launaþróun og hvernig kaupmáttur …

Launaupplýsingar og efnahagsforsendur kjarasamninga

Á vegum Samstarfsnefndar um launaupplýsingar og efnahagsforsendur kjarasamninga hefur verið tekið saman mikið efni um launaupplýsingar og efnahagsforsendur kjarasamninga. Aðdragandi þess að ráðist var í þessa vinnu var vilji til þess að stíga skref í átt til þeirrar vinnubragða sem tíðkast á hinum Norðurlöndunum við undirbúning og gerð kjarasamninga. Að samstarfsnefndinni standa fern heildarsamtök launafólks; ASÍ, BSRB, BHM og KÍ …

Verðbólgan er draugur sem ásækir okkur öll

Verðbólguhugsunin er gróin í íslenska menningu og þegar við reynum að spá í framtíðina gerum við ráð fyrir að verðbólgan muni fylgja okkur um ókomna framtíð.  Þetta kemur skýrt fram í könnun Capacent meðal stjórnenda stærstu fyrirtækja landsins og greint er frá í Morgunkorni Íslandsbanka en könnunin var gerð fyrir Samtök atvinnulífsins og Seðlabankann.  Samkvæmt könnuninni eru stjórnendur svartsýnni nú …

Fyrsti viðræðufundurinn – kröfugerðin lögð fram

Á fyrsta formlega viðræðufundinum milli Samiðnar og Samtaka atvinnulífsins vegna endurnýjunar kjarasamninganna og haldinn var í húsnæði SA 15.október lagði viðræðunefnd Samiðnar fram eftirfarandi kröfugerð fyrir hönd aðildarfélaga: Samningstími– Gera skammtímasamning til 6 – 12 mánaða.– Skammtímasamningurinn verði aðfararsamningur að samningi til lengri tíma og verði nýttur til að undirbyggja kjarasamninga sem tryggi stöðugleika og vaxandi kaupmátt launa. – Samhliða …

Samiðn í bleiku

Þjónustuskrifstofa iðnfélaga styður árverkniátak Bleiku slaufunnar gegn krabbameini hjá konum og mættu flestir í bleiku til vinnu í morgun. Sjá Bleiku slaufuna.

Samantekt frá kjaramálaráðstefnu

Kjaramálaráðstefna Samiðnar var haldin á Hótel Sögu 20.september s.l. og má hér að neðan sjá afrakstur þeirrar umræðu sem fram fór á ráðstefnunni auk þess sem sjá má stutt myndband frá ráðstefnunni hér. > Er rétt að gera stuttan kjarasamning t.d. fram til vorsins 2014 sem væri aðfararsamningur að kjarasamningi til lengri tíma? Stefna ber að stuttum kjarasamningi 6-12 mánaða …

Stuttur samningstími betri kostur

Í setningarræðu sinni á kjaramálaráðstefnu Samiðnar sem nú stendur yfir á Hótel Sögu varpaði Hilmar Harðarson formaður Samiðnar fram þeirri spurningu hvort stuttur kjarasamningur fram til vors eða fram á haust, sem hefði það að markmiði að tryggja kaupmátt, væri vænlegri en samningur til lengri tíma. Á meðan efnahagsstefna stjórnvalda væri ekki að fullu komin fram gætu aðilar vinnumarkaðarins í …

Viðræðuáætlun undirrituð

Hilmar Harðarson formaður Samiðnar undirritaði í gær viðræðuáætlun við Samtök atvinnulífsins sem hefur það að markmiði að samningsgerð skuli lokið fyrir lok nóvember n.k.  Við upphaf viðræðna munu aðilar leggja fram helstu áherslu í viðræðunum og kynna markmið um þróun helstu hagstærða en þær byggja á greininugum samstarfsnefndar heildarsamtakanna á vinnumarkaðnum um launaupplýsingar og efnahagsforsendur kjarasamninga.  Fyrir miðjan október skulu …

Kjaramálaráðstefna 20. september

Á kjaramálaráðstefnu Samiðnar sem sett verður á Hótel Sögu á morgun 20.september mun formaður Samiðnar Hilmar Harðarson kynna niðurstöður viðhorfskönnunar aðildarfélaganna til komandi kjarasamninga fyrir sambandsstjórn Samiðnar, stjórnum aðildarfélaga og trúnaðarmönnum á vinnustöðum.  Á grundvelli könnunarinnar mun kröfugerð Samiðnar verða mótuð en meðal þess sem spurt var um var lengd samningstímans, launabreytingar, samstarf við stjórnvöld og vilji til aðgerða.  Ólafur Darri …