Á kjaramálaráðstefnu Samiðnar sem sett verður á Hótel Sögu á morgun 20.september mun formaður Samiðnar Hilmar Harðarson kynna niðurstöður viðhorfskönnunar aðildarfélaganna til komandi kjarasamninga fyrir sambandsstjórn Samiðnar, stjórnum aðildarfélaga og trúnaðarmönnum á vinnustöðum. Á grundvelli könnunarinnar mun kröfugerð Samiðnar verða mótuð en meðal þess sem spurt var um var lengd samningstímans, launabreytingar, samstarf við stjórnvöld og vilji til aðgerða. Ólafur Darri Andrason hagfræðingur ASÍ mun einnig kynna fyrir ráðstefnugestum starf sérfræðingahóps ríkissáttasemjara. Kjaramálaráðstefnan hefst kl. 12:45 og stendur til kl. 17.