Hilmar Harðarson formaður Samiðnar undirritaði í gær viðræðuáætlun við Samtök atvinnulífsins sem hefur það að markmiði að samningsgerð skuli lokið fyrir lok nóvember n.k. Við upphaf viðræðna munu aðilar leggja fram helstu áherslu í viðræðunum og kynna markmið um þróun helstu hagstærða en þær byggja á greininugum samstarfsnefndar heildarsamtakanna á vinnumarkaðnum um launaupplýsingar og efnahagsforsendur kjarasamninga. Fyrir miðjan október skulu viðræður hafnar um ákvæði er lúta að öðru en kaupliðum og eigi síðar en í lok október um launaliði.