Stefnt að þriggja ára samningstíma

Í lok síðustu viku varð samkomulag á milli samningsaðila að hefja vinnu við gerð langtímasamnings til þriggja ára sem hefði það að markmiði að auka kaupmátt og viðhalda stöðugleika í hagkerfinu.  Einnig voru menn sammála um að ef næðist málefnaleg samstaða um innihald samningsins fyrir lok febrúar þá myndi launafólk fá eingreiðslu fyrir næstu þrjá mánuðina þrátt fyrir að endanlegri …

Loksins framkvæmdir í Helguvík

Framkvæmdir við gerð Kísilverksmiðju í Helguvík hefjast í maí ef áætlanir standast en undirbúningur hefur staðið um langan tíma.  Samningar um framkvæmdina verða undirritaðir í dag en áætlað er að 150 manns starfi við verkið næstu tvö árin og 90 manns til frambúðar.  Áætlað er að framleiðsla á hrákísil hefjist árið 2013 en framleiðlugetan er 50 þúsund tonn á ári.

Byggingaframkvæmdir á Akureyri

Talsverðar byggingaframkvæmdir eru fyrirhugaðar á Akureyri ef marka má viðtal við Odd Helga Halldórsson formann Fasteigna Akureyrarbæjar í blaðinu Vikudegi sem gefið er út á Akureyri.  Senn hefst vinna við jarðvegsskipti vegna byggingar hjúkunarheimilis þar sem kostnaður er áætlaður 1.200 milljónir króna og bygging seinni áfanga Naustaskóla með kostnaðaráætlun upp á 1.300 milljónir króna einnig eru fyrirhugaðar framkvæmdir við endurnýjun og viðhald á stúkunni …

Áfram unnið með skammtímasamning

Fulltrúar úr samninganefndum SA og iðnaðarmanna hittust á fundi í gær til að fara yfir stöðu mála hvað skammtímasamning varðar og féllust á að vinna málið áfram í sínum baklöndum fyrir fund samninganefndanna n.k. föstudag.

Vinnuhópur um skammtímasamning

Á fundi samninganefndar með fulltrúum SA í dag var samþykkt að halda áfram vinnu við skammtímasamning og féllust aðilar á að setja á laggirnar vinnuhóp um málið sem hefur störf n.k. mánudag.  Samninganefndin mun síðan hittast á föstudaginn í næstu viku til að meta stöðuna.

Launakjör í Noregi

Meðaltals mánaðarlaun trésmiða í Noregi eru 30.300 NKR (606.000 IKR m.v. gengi 31.1.2011) og pípulagningamanna 33.700 NKR (674.000 IKR m.v. gengi 31.1.2011) og hafa hækkað um rúm 2% frá síðasta ári.  Lágmarkslaun í byggingageiranum fyrir faglærða er 154,50 NKR á tímann (3.090 IKR m.v. gengi 31.1.2011).  Þetta er samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar í Noregi og má lesa á vef Fellesforbundet en þar …

Hugmynd um skammtímasamning

Vikan 24.-28.janúar hefur verið viðburðarrík og ýmislegt að gerast í kjaraviðræðunum.  Á sameiginlegu borði ASÍ var lögð áhersla á sameiginlega launastefnu þrátt fyrir að ekki hafi tekist að mynda afgerandi samstöðu um þá nálgun.  Samninganefnd Samiðnar veitti formanni sambandsins umboð til að  vinna að slíkri stefnumótun enda hefði hún rými fyrir  sérstöðu iðnaðarmanna m.a. hvað varðar lágmarks kauptaxta.   Í byrjun …

Golfmótið úrslit

Golfmót Samiðnar fór fram á Golfvellinum í Öndverðarnesi á Uppstigningardag 2.júní.  Aldrei fleiri hafa verið skráðir til leiks eða yfir 80 félagsmenn aðildarfélaga Samiðnar og gestir þeirra en mótið var punktamót með og án forgjafar. Sjá nánar.

Fundað með Meistarasambandi byggingamanna og Bílgreinasambandinu

Samninganefnd Samiðnar hitti fulltrúa Meistarasambands byggingamanna og Bílgreinasambandsins í dag til að fara yfir helstu áherslur í tengslum við endurnýjun kjarasamninga.  Fyrirhugaðir eru fundir með fulltrúum Sambands sveitarfélaga og Reykjavíkurborgar auk þess sem iðnaðarmannasamfélagið mun hittast á fundi til að fara yfir málin og ákveða næstu skref.

Kjarasamningsviðræður á nýju ári

Nú er að komast skriður á kjarasamningsviðræður og þessa dagana er Samiðn að kynna viðsemjendum áherslur sambandsins.  Á fimmtudaginn var haldinn fundur með samninganefnd ríkisins þar sem viðræðunefnd Samiðnar kynnti áhersluatriðin og fór yfir hvernig sambandið sér fyrir sér vinnulagið í komandi samningaviðræðum. Formaður samninganefndar ríkisins gerði grein fyrir stöðu ríkissjóðs til að mæta launabreytingum og aðgerðaáætlun Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Strax eftir …