Byggingaframkvæmdir á Akureyri

Talsverðar byggingaframkvæmdir eru fyrirhugaðar á Akureyri ef marka má viðtal við Odd Helga Halldórsson formann Fasteigna Akureyrarbæjar í blaðinu Vikudegi sem gefið er út á Akureyri.  Senn hefst vinna við jarðvegsskipti vegna byggingar hjúkunarheimilis þar sem kostnaður er áætlaður 1.200 milljónir króna og bygging seinni áfanga Naustaskóla með kostnaðaráætlun upp á 1.300 milljónir króna einnig eru fyrirhugaðar framkvæmdir við endurnýjun og viðhald á stúkunni á Akureyrarvelli og viðbyggingu í Þrastarlundi vegna íbúða fyrir fatlaða.

Sjá nánar