Kjarasamningsviðræður á nýju ári

Nú er að komast skriður á kjarasamningsviðræður og þessa dagana er Samiðn að kynna viðsemjendum áherslur sambandsins.  Á fimmtudaginn var haldinn fundur með samninganefnd ríkisins þar sem viðræðunefnd Samiðnar kynnti áhersluatriðin og fór yfir hvernig sambandið sér fyrir sér vinnulagið í komandi samningaviðræðum. Formaður samninganefndar ríkisins gerði grein fyrir stöðu ríkissjóðs til að mæta launabreytingum og aðgerðaáætlun Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Strax eftir helgi verða fundir með Meistarasambandi byggingamanna, Bilgreinasambandinu, samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga og samninganefnd Reykjavíkurborgar þar sem kynnt verða áhersluatriði Samiðnar.
Gera verður ráð fyrir að alvöru samningaviðræður hefjist upp úr miðjum janúar og þá einbeiti menn sér að sérmálum sambandanna.