Samninganefnd Samiðnar hitti fulltrúa Meistarasambands byggingamanna og Bílgreinasambandsins í dag til að fara yfir helstu áherslur í tengslum við endurnýjun kjarasamninga. Fyrirhugaðir eru fundir með fulltrúum Sambands sveitarfélaga og Reykjavíkurborgar auk þess sem iðnaðarmannasamfélagið mun hittast á fundi til að fara yfir málin og ákveða næstu skref.