Stefnt að þriggja ára samningstíma

Í lok síðustu viku varð samkomulag á milli samningsaðila að hefja vinnu við gerð langtímasamnings til þriggja ára sem hefði það að markmiði að auka kaupmátt og viðhalda stöðugleika í hagkerfinu.  Einnig voru menn sammála um að ef næðist málefnaleg samstaða um innihald samningsins fyrir lok febrúar þá myndi launafólk fá eingreiðslu fyrir næstu þrjá mánuðina þrátt fyrir að endanlegri afgreiðslu á kjarasamningnum væri ekki lokið.  Þessi tími þ.e. mars, apríl og maí er ekki síst hugsaður til að ganga frá málum er snúa að ríkisvaldinu þ.á.m. stjórnun fiskveiða.  Náist ekki samkomulag fyrir 1.júní eru viðræðurar komnar á upphafsreit en launþegar fengju þó sambærilega eingreiðslu fyrir sumarmánuðina. 

Iðnaðarmannasamfélagið átti fund með SA s.l. þriðjudag þar sem ákveðið var að setja málefnavinnu á fullan skrið hvað varðar bæði sameiginleg mál og sérmál einstakra sambanda.  Sameiginlegi pakkinn snýr f.o.f.að starfsumhverfi þ.e. ábyrgð verktaka og réttindum starfsmanna sem koma frá starfsmannaleigum.  Starfshópar hafa verið við vinnu þessa vikuna og í dag verður fundur með aðalsamninganefnd SA og mun þá skýrast um framhaldið. 

Ekkert hefur enn verið rætt um launalið samningsins.