Loksins framkvæmdir í Helguvík

Framkvæmdir við gerð Kísilverksmiðju í Helguvík hefjast í maí ef áætlanir standast en undirbúningur hefur staðið um langan tíma.  Samningar um framkvæmdina verða undirritaðir í dag en áætlað er að 150 manns starfi við verkið næstu tvö árin og 90 manns til frambúðar.  Áætlað er að framleiðsla á hrákísil hefjist árið 2013 en framleiðlugetan er 50 þúsund tonn á ári.