Íslands forni fjandi hefur vikið um stund

Megin áherslurnar í nýgerðum kjarasamningum voru á efnahagslegan stöðugleika og vaxandi kaupmátt. Til að ná þessum markamiðum verður margt að spila saman og enginn getur vikist undan ábyrgð.Verðbólgan er Íslands forni fjandi sem erfitt hefur reynst að kveða niður og hemja til lengri tíma litið og blossar reglulega upp og fer fram úr öllum viðmiðum sé miðað við okkar helstu …

Íslandsmót iðn- og verkgreina 6.- 8.mars

Dagana 6. – 8. mars n.k. mun Verkiðn halda Íslandsmót iðn- og verkgreina í Kórnum í Kópavogi. Íslandsmót iðn- og verkgreina er viðburður sem haldinn er annað hvert ár en sú nýbreytni verður þetta árið að keppnin mun standa yfir í þrjá daga. Tilgangur keppninnar er meðal annars að kynna og vekja áhuga grunnskólanemenda á iðn- og verknámi og þeim …

Menntaþing Samiðnar – glærur

Samiðn stóð fyrir opnu málþingi um stöðu menntunar iðnaðarmanna á Grand hóteli föstudaginn 28.febrúar kl. 13 undir yfirskriftinni „Framtíð íðnnáms – stytting framhaldsskólans, vinnustaðanám og fagháskóli.“   Hér að neðan má sjá tengla á glærurnar frá þinginu en innan tíðar verða sett inn myndbönd af fyrirlestrunum. > Ingi Bogi Bogason, aðstoðarskólameistari Borgarholtsskóla > Ólafur Ástgeirsson, sviðsstjóri Bygginga- og mannvirkjasviðs Iðunnar Fræðsluseturs > Baldur Gíslason, skólameistari Tækniskólans > Hilmar …

Áhrif nýs kjarasamnings

Stéttarfélögin sem felldu kjarasamninginn sem undirritaður var 21. desember hafa undanfarna daga gengið frá nýjum kjarasamningi sem koma mun sem viðbót við þann samning.  Þessi nýji samningur felur í sér breytingu á samningstímanum, hann lengist um tvö mánuði og greiðslan fyrir það kemur í formi hækkunar á desember- og orlofsuppbót um kr. 30.000.  Einnig kemur eingreiðsla kr. 14.600 til jöfnunar …

Verðbólgan 3,1% – með því lægsta sem sést hefur

Í aðdraganda kjarasamninganna sem undirritaðir voru 21. desember s.l. lagði Samiðn áherslu á samstillt átak til að ná niður verðbólgu og koma á stöðugleika í íslensku efnahagslífi og skapa með því forsendur fyrir vaxandi kaupmætti almennings. Það er því jákvætt að sjá í mælingum Hagstofu Íslands fyrir janúar mánuð að það hafi hægt verulega á verðbólgunni og hún sé komin …

Nú er mikilvægt að orð standi

Nú liggur fyrir niðurstaða úr atkvæðagreiðslu félagsmanna Samiðnar, tvö aðildarfélög felldu samninginn en 98% félagsmanna samþykktu hann. Mikill fjöldi félagsmanna innan SGS, RSÍ, VM og LV felldu samninginn.Ljóst er að nýgerður kjarasamningur er mjög umdeildur meðal aðildarfélaga Samiðnar þrátt fyrir að hann hafi verið samþykktur hjá megin þorra aðildarfélaganna og því mikilvægt að horft verði til þess þegar gengið verður …

Samningarnir samþykktir í öllum félögum nema tveimur

Atkvæðagreiðslum um kjarasamning Samiðnar f.h. aðildarfélaga við Samtök atvinnulífsins er nú lokið og var hann samþykktur í öllum félögunum nema iðnaðarmannadeild Verkalýðsfélags Akraness og Þingiðn.  Í stærri félögunum var kosningaþátttakan um og yfir 20% en mun meiri í smærri félögunum eða allt að 48% í Iðnsveinafélagi Skagafjarðar.  Upplýsingar um niðurstöðuna í einstökum félögum má finna á heimasíðum aðildarfélaganna.

Kosningar um kjarasamningana

Kosningar standa nú yfir í aðildarfélögum Samiðnar um nýju kjarasamningana og er ástæða til að hvetja félagsmenn til að kynna sér tilhögun kosninganna á heimasíðum sinna stéttarfélaga og nýta atkvæðisréttinn.   > Sjá kynningu á kjarasamningunum. > Sjá aðildarfélög Samiðnar.

Hækkið ekki!

Ályktun miðstjórnar Alþýðusambands Íslands frá 8.janúar: „Ein helsta forsenda þeirra kjarasamninga sem gerðir voru 21. desember er að verðbólga verði lág þannig að kaupmáttur í landinu aukist. Til þess að þetta takist er mikilvægt að opinberir aðilar og verslunar- og þjónustufyrirtæki haldi aftur af verðhækkunum á næstu misserum. Sveitarfélög vítt og breitt um landið hafa brugðist vel við kallinu. Nú …

Niðurstaðan í samræmi við megin áherslur Samiðnar

Á kjaramálaráðstefnu Samiðnar sem haldin var 20. september s.l. mótuðu fulltrúar aðildarfélaga sambandsins sameignlega stefnu varðandi endurnýjun kjarasamninganna. Skilaboðin voru skýr: Rjúfa sjálfvirkar víxlverkanir kaupgjalds og verðlags og ná verðbólgunni niður að markmiðum Seðlabankans. Að launahækkanir skiluðu sér í auknum kaupmætti en færu ekki beint út verðlagið.  Lögð var áhersla á stuttan samning og samningstíminn yrði notaður til að byggja …