Samningarnir samþykktir í öllum félögum nema tveimur

Atkvæðagreiðslum um kjarasamning Samiðnar f.h. aðildarfélaga við Samtök atvinnulífsins er nú lokið og var hann samþykktur í öllum félögunum nema iðnaðarmannadeild Verkalýðsfélags Akraness og Þingiðn.  Í stærri félögunum var kosningaþátttakan um og yfir 20% en mun meiri í smærri félögunum eða allt að 48% í Iðnsveinafélagi Skagafjarðar.  Upplýsingar um niðurstöðuna í einstökum félögum má finna á heimasíðum aðildarfélaganna.