Kjarasamningur undirritaður við OR-ON

Í gærkveldi undirrituðu iðnaðarmenn nýjan kjarasamning við OR-ON sem gildir frá 1. maí 2015 til ársloka 2018. Kjarasamningurinn er gerður á hliðstæðum nótum og kjarasamningarnir sem gerðir voru á almennum vinnumarkaði s.l. sumar. Samhliða gerð almenns kjarasamnings voru gerðar umfangsmiklar breytingar á gildandi launkerfum sem hafa verið við lýði hjá OR-ON um langt árabil. Verði samningurinn staðfestur af starfsmönnum mun …

Það ætti að komast gangur í viðræðurnar eftir helgi!

Í vikunni náðist samkomulag á milli ríkisins og SFR, sjúkraliða og Landssambands lögreglumanna. Með þessum samningi og samkomulagi sem er tengt við svokallaðan SALEK- hóp má segja að búið sé að leggja línurnar fyrir framhaldið ekki síst þar sem kjarasamningarnir virðast almennt fá góðar undirtektir hjá félagsmönnum. Ramminn sem búið er að smíða gerir ráð fyrir 32% hækkun á tímabilinu …

Formannafundur ASÍ – ályktun um kjaramál

Á formannafundi ASÍ sem haldinn er í dag var lögð fram hagspá hagdeildar ASÍ í ljósi stöðunnar í efnahags- og kjaramálum og mat lagt á hið nýja kjarasamningamódel sem undirritað var í gær.  Varaformaður Samiðnar Jóhann Rúnar Sigurðsson formaður Félags málmiðnaðarmanna á Akureyri (sjá mynd) sat fundinn meðal annarra, en formannafundurinn er haldinn annað hvert ár og sitja hann fulltrúar …

Samkomulag um breytt vinnubrögð við gerð kjarasamninga

Heildarsamtök launafólks og atvinnurekenda á almennum og opinberum vinnumarkaði skrifuðu í dag undir samkomulag um breytt vinnubrögð við gerð kjarasamninga. Markmið samkomulagsins er að tryggja varanlega aukningu kaupmáttar á Íslandi á grundvelli lágrar verðbólgu, stöðugs gengis krónunnar og lægri vaxta. Með samkomulaginu er lagður grunnur að sátt á vinnumarkaði, auknu samstarfi og minni  átökum. Ennfremur er stefnt að auknum efnahagslegum …

Vika án stórra sigra

Lítið hefur verið að gerast í samningamálum þessa vikuna og litlar sem engar viðræður hafa verið í gangi, en svo virðist sem allir séu að bíða eftir niðurstöðu í samningaviðræðum SFR, sjúkraliða og lögreglumanna. Eins og staðan er í dag er gengið út frá því að ríkið muni búa til ramma sem aðrir semji sig inn í með samningi við …

Lítið gerst í kjaraviðræðum þessa vikuna

Þessi vika hefur litlu skilað í viðræðum um nýjan kjarasamning við ríkið, sveitarfélögin og tengdar stofnanir. Það markverðasta sem hefur gerst er að SGS og Efling hafa gert kjarasamning við ríkið sem mun væntanlega skila um 30% launahækkun á samningstímanum. Einnig er rétt að geta þessa að þrjú stærstu félögin innan BSRB eru nú í verkfalli. Ríkið hefur ekki fallist …

Hvar er nýja Ísland?!

Eftir hrunið voru háværar kröfur um að innleitt yrði nýtt og betra viðskiptasiðgæði, meginreglan yrði á gegnsæ vinnubrögð en vinaviðskipti,sem færðu fáum mikil verðmæti á silfurfati á kostnað hinna, aflögð. Maður trúði því að á bak við þessa kröfu stæðu almenningur, stjórnmálamenn og viðskiptalífið. En hver er raunveruleikinn?  Var þetta allt í plati?  Ætlaði viðskiptalífið aldrei að spila með?!Það er …

Hvað er að frétta af samningaviðræðunum við hið opinbera?

Frá miðjum ágúst hafa staðið yfir samningaviðræður við ríkið, sveitarfélög og tengdar stofnanir. Ekki er hægt að segja að árangurinn sé mikill eða áþreifanlegur. Þær hugmyndir sem þessir aðilar hafa um innihald nýs kjarasamnings eru langt frá þeim væntingum sem okkar fólk hefur og langt frá þeim samningum sem gerðir hafa verið við háskólamenn, kennara og lækna. Komin er upp …

Aðildarfélögin heimsótt og haustfundur á Akureyri

Á hverju hausti hefur miðstjórn Samiðnar haldið vinnufund þar sem tekið er fyrir ákveðið málefni og fram fer almennt stöðumat. Að þessu sinni var fundurinn haldinn á Akureyri dagana 30. sept. og 1. október en á leið sinni norður heimsótti miðstjórnin aðildarfélögin í Borgarnesi, á Akranesi, Blönduósi og Sauðárkróki. Fulltrúar Þingiðnar á Húsavík komu til fundarins á Akureyri auk fulltrúa …

Full rök fyrir leiðréttingu launa þeirra sem vinna hjá ríki og sveitarfélögum

Viðræður um endurnýjun þeirra kjarasamninga sem eftir er að gera þ.e. við ríki, Reykjavíkurborg, sveitarfélögin og tengdar stofnanir, hafa farið hægt af stað og lítið komið út úr þeim fundum sem haldnir hafa verið. Ljóst er að niðurstaða gerðardóms í málefnum BHM og FÍH hafa áhrif og valda því að engin vill stíga fram og taka frumkvæðið. Það er erfitt …