Full rök fyrir leiðréttingu launa þeirra sem vinna hjá ríki og sveitarfélögum

Viðræður um endurnýjun þeirra kjarasamninga sem eftir er að gera þ.e. við ríki, Reykjavíkurborg, sveitarfélögin og tengdar stofnanir, hafa farið hægt af stað og lítið komið út úr þeim fundum sem haldnir hafa verið. Ljóst er að niðurstaða gerðardóms í málefnum BHM og FÍH hafa áhrif og valda því að engin vill stíga fram og taka frumkvæðið. Það er erfitt að rökstyðja að þeir sem minna bera úr bítum eigi að fá minni launahækkanir en það er í rauninni sem er verið að segja með því að hafna kröfum stéttarfélaganna um sambærilegar hækkanir og gerðardómurinn ákvað.
Hvernig verður spilað úr þessari stöðu er óljóst á þessari stundu og erfitt að sjá fyrir sér að það verði samið á næstu dögum. Einnig berast fregnir af því að félög opinberra stafsmanna séu að hefja undirbúning að aðgerðum.
Félagar Samiðnar sem vinna hjá hinu opinbera þ.e. ríki og sveitarfélögum eru lægst launaða fólkið á samningssviði sambandsins. Það eru því engin rök fyrir að þeir starfsmenn eigi að bera eitthvað minna úr bítum en annað launafólk og það eru full rök fyrir því að þeirra hlutur verið réttur í þessum samningum.