Aðventukaffi Birtu lífeyrissjóðs

Starfsfólk Birtu bíður sjóðfélögum í aðventukaffi og spjall í aðsetri lífeyrissjóðsins á 5. hæð að Sundagörðum 2 í Reykjavík fimmtudaginn 7. desember kl. 16.30. Tilefnið er einfaldlega að eiga notarlega samverstund síðdegis á jólaföstunni og rabba saman í góðum hópi um það sem hverjum og einum liggur á hjarta. Starsfólk Birtu verður í hlutverki gestgjafa og tekur fagnandi á móti …

Hvar er fagmennskan eiginlega?

Hilmar Harðarson, formaður Félags iðn- og tæknigreina og Samiðnar, ritar leiðara í nýjasta fréttabréf FIT þar sem hann kallar eftir aukinni fagmennsku á íslenskum vinnumarkaði og gagnrýnir kennitöluflakk og svarta atvinnustarfsemi: „Stjórnmálamenn stæra sig gjarnan af háu menntunarstigi og fagmennsku á íslenskum vinnumarkaði en því miður virðist staðreyndin vera sú að alltof margir aðilar séu allt annað en faglegir. FIT …

Vilji ný ríkisstjórn eiga samleið með þjóðinni verður að raða verkefnum með framsýni og sanngirni að leiðarljósi

Af fréttum að dæma er að verða til ný ríkisstjórn sem ætti að hafa möguleika á að sitja út kjörtímabilið og koma mörgum brýnum verkum í framkvæmd, verkum sem þarfnast að á þeim verði tekið af festu og þau ekki látin bíða fram á síðustu stundu. Innviðaverkefni eins og í heilbrigðis-, samgöngu- og menntamál eru mál sem flestir eru sammála …

PLANIÐ

Eins og öllum er kunnugt er mikill fjöldi erlendra starfsmanna að störfum á Íslandi í dag og ef horft er til framtíðar má gera ráð fyrir að svo verði áfram. Fjöldinn er mestur í mannvirkjagerð og ferðaþjónustu og svo er komið að stór fyrirtæki í mannvirkjagerð manna öll störf á gólfinu með erlendu vinnuafli.Þetta getur í sjálfu sér verið allt …

Gegn frestun á núverandi framkvæmd um tilgreinda séreign

Fulltrúi Samiðnar í miðstjórn ASÍ, Hilmar Harðarson formaður Samiðnar, lagðist gegn frestun á núverandi framkvæmd um tilgreinda séreign og lagði fram eftirfarandi bókun við afgreiðslu málsins á fundi miðstjórnar ASÍ 8. nóvember sl.: „Við afgreiðslu kjarasamninga 2016 var ákveðið að að setja í framkvæmd fyrirheit um hækkun iðgjalds til lífeyrissjóða í 15,5% sem gefið var árið 2011. Jafnframt var gefið …

Ályktun trúnaðarráðs Byggiðnar um mikilvægi iðn- og verkmenntunar

Trúnaðarráð Byggiðnar samþykkti á fundi sínum 1. nóvember eftirfarandi ályktun um mikilvægi iðn- og verkmenntunar: „Nú að loknum alþingiskosningum er rétt að minna á mikilvægi iðn- og verkmenntunar. Stjórnmálaflokkar kepptust um að draga fram mikilvægi iðn- og verkmenntunar fyrir land og þjóð í kosningabaráttu sinni. Trúnaðarráðsfundur Byggiðnar leggur áherslu á að orðum þarf að fylgja framkvæmd. Við skorum á þá …

Við biðjum um vandaða umræðu um okkar verðmætustu eign

Innan fárra daga göngum við Íslendingar til alþingiskosninga.  Fulltrúar stjórnmálaflokka fara út um víðan  völl og kynna stefnumál sín og tilboð til væntanlegra  kjósenda.  Loforðin spanna vítt svið en þó má segja að kjarninn í umræðunni sé ekki svo ólíkur. Húsnæðis- og heilbrigðismál  og tekjutengingar almannatrygginga eru mest áberandi. Nokkur umræða hefur verið um lífeyrissjóðina okkar og vilja sumir stjórnmálamenn …

Iðnfélögin í sameiginlegt húsnæði

Samiðn ásamt Byggiðn og Félagi iðn- og tæknigreina undirrituðu í morgun samning um kaup á hlut Birtu lífeyrissjóðs í Stórhöfða 31 þar sem Rafiðnaðarsambandið, Matvís og Grafía eru til húsa.  Með kaupunum sameinast undir einu þaki sex félög og sambönd iðnaðarmanna sem mun styrkja þau og efla til frekari þjónustu við sína félagsmenn.  Gert er ráð fyrir að um ár taki …

Viðbótarlífeyrir

Þann 1. júlí sl. hækkaði mótframlag atvinnurekenda í lífeyrissjóð á almennum vinnumarkaði um 1,5% og er þá 10%. Skylduiðgjald til lífeyrissjóðs mun frá 1. júlí nema samtals 14% sem skiptist í 4% iðgjald launamanns og 10% mótframlag atvinnurekenda. Síðasti áfangi hækkunar á mótframlagi atvinnurekenda, sem samið var um í kjarasamningum aðildarfélaga ASÍ og SA í janúar 2016, kemur til framkvæmda …

Samþykkt miðstjórnar Samiðnar um erlent vinnuafl

„Vont er þeirra ranglæti en verra er þeirra réttlæti“ sagði Jón Hreggviðsson í Íslandsklukkunni. Miklar breytingar eru að verða á íslenskum vinnumarkaði, hann hefur þróast frá því að vera einangraður innanlandsmarkaður í alþjóðlegan vinnumarkað þar sem fólk af erlendum uppruna kemur til starfa í lengri eða skemmri tíma.Í þessu felast mikil tækifæri fyrir íslenskt atvinnulíf ef vel er á haldið …