Viðbótarlífeyrir

Þann 1. júlí sl. hækkaði mótframlag atvinnurekenda í lífeyrissjóð á almennum vinnumarkaði um 1,5% og er þá 10%.

Skylduiðgjald til lífeyrissjóðs mun frá 1. júlí nema samtals 14% sem skiptist í 4% iðgjald launamanns og 10% mótframlag atvinnurekenda.

Síðasti áfangi hækkunar á mótframlagi atvinnurekenda, sem samið var um í kjarasamningum aðildarfélaga ASÍ og SA í janúar 2016, kemur til framkvæmda þann 1. júlí 2018 en þá hækkar framlagið um 1,5% til viðbótar og verður þá 11,5%. Skylduiðgjald til lífeyrissjóðs mun frá 1. júlí 2018 nema samtals 15,5% sem skiptist í 4% iðgjald launamanns og 11,5% mótframlag atvinnurekenda.

Sjóðfélagar hafa val um hvernig þeir ráðstafa viðbótariðgjaldinu í tilgreindan séreignarsparnað með samningi við sinn lífeyrissjóð eða nýtt það til að auka tryggingavernd sína til örorkulífeyris og ævilangs ellilífeyris í samtryggingu.

Atvinnurekenda verður skylt að standa skil á öllu skylduiðgjaldinu (14% frá 1. júlí 2017 og 15,5% frá 1. júlí 2018) til skyldutryggingarsjóðs.

Ef þú hefur ekki samband við lífeyrissjóðinn þinn og velur að setja viðbótariðgjaldið eða hluta þess í tilgreinda séreign rennur það í samtryggingu og réttindi þín þar aukast.

Sjá nánar.