Meðferð ágreiningsmála, sérsamninga og gildistími

17.1.     Meðferð ágreiningsmála Deilum um kaup og kjör eða hliðstæðum ágreiningi starfsmanna og atvinnurekenda, sem upp kunna að koma á samnings­tímanum, skulu samningsaðilar reyna að leysa með beinum viðræðum. 17.2.     Lágmarkskjör 17.2.1.           Samningar, sem gerðir eru milli einstakra sveina og atvinnu­rekenda og innihalda lakari kjör en samningur þessi, gilda ekki. 17.2.2.                       Staðbundin sératriði einstakra félaga, gilda eftir því sem við …

Samningsforsendur

16.1.     Samningsforsendur Markmið aðila með samningi þessum er að stuðla að efnahagslegum stöðugleika og jafnvægi á vinnumarkaði, sem hvort tveggja er grundvöllur uppbyggingar og fjölgunar starfa.  Í samræmi við þessi markmið hvílir samningur þessi á eftirfarandi forsendum: 1.       Að verðlag þróist í samræmi við verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands. 2.       Að sú launastefna og þær kostnaðarhækkanir sem í samningnum felast verði almennt …

Ákvæðisvinna í byggingariðnaði

15.1.     Ákvæðisvinna 15.1.1.           Þar sem unnin er ákvæðisvinna samkvæmt ákvæðisvinnu­verð­skrám skulu allar reglur þar að lútandi fylgja öllum þeim ákvæð­um sem gilda í Reykjavík, eins og þau eru hverju sinni, nema samningar aðila kveði á um annað. 15.1.2.           Reiknitölur ákvæðisvinnu með kostnaðarliðum frá og með 26. apríl 2004: Málara Reiknitala ákvæðisvinnu með kostnaðarliðum kr. 591,85 Múrara Viðmiðunarverð í ákvæðisv. með …

Launakerfi, undirbúningur og upptaka hvetjandi launakerfa

14.1      Launakerfi 14.1.1.           Launakerfi skulu byggjast á fastlaunakerfi og/eða hvetjandi launakerfum. 14.1.2.           Stefnt skal að því að hvetjandi launakerfi spanni sem mest af starfssviði starfsmanna, að meðtöldum þeim þáttum, sem unnir eru af starfsmönnum utan Samiðnar. 14.1.3.           Í byggingariðnaði skulu gerðir skriflegir samningar milli aðila um öll hvetjandi launakerfi, sem notuð eru í iðngreinum, einnig skal stefnt að því að …

Flokksstjórar og verkstjórn

13.1.     Flokksstjórar 13.1.1.           Sveinar, sem sérstaklega eru ráðnir til að hafa á hendi flokksstjórn, verkstæðisformennsku eða umsjón verka, en ganga jafnframt til almennra starfa iðnaðarmanna, skulu fá greitt sérstaklega fyrir stjórnunarlega ábyrgð og hafa sem svarar 15% hærri laun en þeir ella hefðu.                                                                13.1.3.           Launaákvæði þessi eru einstaklingsbundin og ekki grund­­völlur að útgáfu sérstaks launataxta. 13.2.     Verkstjórn Sveini sem falin …

Uppsagnarfrestur, endurráðning, áunnin réttindi og hlutastörf

12.1.     Uppsagnarfrestur (Um slit á námssamningi hér) 12.1.1.           Uppsagnarfrestur er gagnkvæmur og miðast við viku- eða mánaðamót. 12.1.2.           Heimilt er að ráða starfsmann tímabundið eða til ákveðins verkefnis. Ráðning samkvæmt framansögðu má þó ekki vera til lengri tíma en þriggja mánaða. Slíku ráðningarsambandi má þó segja upp með tveggja vikna fyrirvara m.v. vikumót. 12.1.3.           Uppsagnarfrestur 12.1.3.1.         Málmiðnaðarmenn: Á fyrsta starfsári: …

Trúnaðarmenn

11.1.     Val trúnaðarmanna 11.1.1.           Starfsmönnum er heimilt að kjósa einn trúnaðarmann á hverjum vinnustað þar sem starfa 5 til 50 starfsmenn og tvo trúnaðarmenn séu starfsmenn fleiri en 50. Að kosningu lokinni tilnefnir viðkomandi verkalýðsfélag trúnaðarmennina. Verði kosningu eigi við komið skulu trúnaðarmenn tilnefndir af viðkomandi verkalýðsfélagi. 11.1.2.           Trúnaðarmenn verði eigi tilnefndir til lengri tíma en tveggja ára í senn. …

Félagsgjöld, sjúkrasjóða-, orlofssjóða- og lífeyrissjóðaiðgjöld

10.1.     Félagsgjöld 10.1.1.           Atvinnurekandi tekur að sér að halda eftir af kaupi hvers starfs­manns félagsgjaldi því sem honum ber að greiða til félaganna, sem og öðrum gjöldum er félögin ákveða og afhenda til þeirra eftir nánara samkomulagi. 10.1.2.           Aðilar eru sammála um að verkalýðsfélögin fái aðstöðu til þess að taka félagsgjöld með hundraðshluta af kaupi t.d. með innheimtu samhliða lífeyrissjóðsgreiðslu …

Verkfæri og vinnuföt

9.1.       Vinnuföt 9.1.1.             Almennur vinnufatnaður 9.1.1.1.          Starfsmenn skulu fá tvo vinnugalla á ári og skal skila ónot­hæfum fyrir nýjan. Vinnugallar er eign atvinnurekanda og sér hann um hreinsun á þeim á sinn kostnað. Við starfslok skal starfsmaður standa skil á öllum vinnufatnaði. 9.1.1.2.          Tegund vinnufatnaðar ákvarðast með tilliti til hverskonar störf starfsmenn vinna. 9.1.1.3.          Í stað almenns vinnufatnaðar er atvinnurekanda …

Laun í veikinda- og slysatilfellum, vinnuslys og atvinnusjúkdómar

8.1.       Starfsmenn skulu á hverju 12 mánaða tímabili halda launum í veikinda- og slysaforföllum sem hér greinir 8.1.1.             Fyrstu sex mánuðina hjá sama atvinnurekanda, tveir dagar á fullum launum fyrir hvern unninn mánuð. Eftir sex mánaða samfellt starf hjá sama atvinnurekanda, einn mánuður á fullum launum. Eftir tveggja ára samfellt starf hjá sama atvinnurekanda, einn mánuður á fullum launum og …