Flokksstjórar og verkstjórn

13.1.     Flokksstjórar

13.1.1.          
Sveinar, sem sérstaklega eru ráðnir til að hafa á hendi flokksstjórn, verkstæðisformennsku eða umsjón verka, en ganga jafnframt til almennra starfa iðnaðarmanna, skulu fá greitt sérstaklega fyrir stjórnunarlega ábyrgð og hafa sem svarar 15% hærri laun en þeir ella hefðu.                                                               

13.1.3.          
Launaákvæði þessi eru einstaklingsbundin og ekki grund­­völlur að útgáfu sérstaks launataxta.

13.2.     Verkstjórn

Sveini sem falin er verkstjórn, skal greitt sérstaklega fyrir stjórnunarlega ábyrgð. Álag skal vera umsamið milli aðila, allt eftir eðli og umfangi starfsins ásamt ábyrgð sem því fylgir.

Verkstjórar skulu ekki vera tilnefndir sem trúnaðarmenn og ekki vera í samninganefndum Samiðnar eða aðildarfélaga.

Komi til verkfalla af hálfu Samiðnar eða einstakra félaga er verkstjóri undanþeginn skyldu til þátttöku í þeim aðgerðum.