Ákvæðisvinna í byggingariðnaði

15.1.     Ákvæðisvinna

15.1.1.           Þar sem unnin er ákvæðisvinna samkvæmt ákvæðisvinnu­verð­skrám skulu allar reglur þar að lútandi fylgja öllum þeim ákvæð­um sem gilda í Reykjavík, eins og þau eru hverju sinni, nema samningar aðila kveði á um annað.

15.1.2.          
Reiknitölur ákvæðisvinnu með kostnaðarliðum frá og með 26. apríl 2004:

Málara

Reiknitala ákvæðisvinnu með kostnaðarliðum kr. 591,85

Múrara

Viðmiðunarverð í ákvæðisv. með kostnaðarl. kr. ———

Pípulagningamanna

Reiknitala ákvæðisvinnu með kostnaðarliðum kr. ———

Trésmiða

Reiknitala ákvæðisvinnu með kostnaðarliðum kr. 392,26

Veggfóðrara

Reiknitala ákvæðisvinnu með kostnaðarliðum kr. ———

Desember- og orlofsuppbót er innifalin í ofangreindum reikni­tölum.

15.1.3.           Iðnnemar í ákvæðisvinnu

Nú vinnur iðnnemi með sveini í ákvæðisvinnu og skal þá hlutur iðnnemans vera á móti 100% hluta sveins:

                       Laun allt árið           Laun fyrir unninn tíma

Á fyrsta námsári            45%                      55%

Á öðru námsári              55%                      65%

Á þriðja námsári            65%                      75%

Á fjórða námsári            75%                      85%

Vegna kostnaðar meistara af hlunnindum iðnnema, sem hefur laun allt árið, umfram hlunnindi almennra kjarasamninga skal hlutur meistarans vera 15% til viðbótar hlut iðnnemans.

Ef samkomulag er um að meistari greiði iðnnema fyrir unninn tíma (sjá iðnnemasamning) þá bætast 2/3 hlutar (10%) af hlut meistarans við hlut iðnnemans og skal sú greiðsla skoðuð sem fullnaðargreiðsla framangreindra hlunninda nemans.

[Dæmi um skiptingu mælingar:

Mældir tímar 300 x reiknitalan kr. 392,26     =“   kr. 117.678

Sveinn A: Unnir tímar            100 x 1.00      =“    100  tímar

Sveinn B: Unnir tímar            100 x 1.00      =“    100  tímar

Nemi á fyrsta ári                   100 x 0.55      =“      55  tímar

Meistari                                100 x 0.05      =“        5  tímar

kr. 117.678/260 samtals unnum tímum        =“  kr. 452,61

kr. 452,61 eru síðan margfaldaðar með tímum hvers fyrir sig.]

15.1.4.           Yfirvinna í ákvæðisvinnu

15.1.4.1.        
Yfirvinna í ákvæðisvinnu málara, múrara, pípulagningamanna og veggfóðrara skal greidd með 80% álagi á hverja unna yfirvinnustund.

[Dæmi:

Dagvinnutímar  40 x 1,0000     =“  40,00

Yfirvinnutímar     4 x 1,8          =“   7,20

Samtals tímar    44                  47,20 x mælingatalan. = %

Eða 47,2/44 = 1,0727 = > 7,27%

44 * 1,0727 * mælingatalan

Dagvinnutímar   40 x 1,0000    =“   40,00

Yfirvinnutímar     8 x 1,8          =“   14,40

Samtals tímar    48                  54,40 x mælingatalan.] = %

Eða 54,4/48 = 1,1333 = > 13,33%

48 * 1,1333 * mælingatalan

15.1.4.2.        
Yfirvinna í ákvæðisvinnu trésmiða skal greidd með 50% álagi á hverja unna yfirvinnustund.

15.1.5.           Stórhátíðavinna í ákvæðisvinnu

15.1.5.1.        
Stórhátíðavinna í ákvæðisvinnu málara, múrara, pípulagninga­manna og veggfóðrara skal greidd með 138,33% álagi á hverja unna yfirvinnustund á stórhátíðum.

[Dæmi:

Dagvinnutímar   40 x 1,0000    =“   40,00

Stórhátíðatímar  6 x 2,3833      =“   14,30

Samtals tímar    46                       54,30 x mælingatalan.

Eða 54,3/46 = 1,1804 = > 18,04%

46 * 1,1804 * mælingatalan

Dagvinnutímar   40 x 1,0000    =“   40,00

Stórhátíðatímar  10 x 2,3833    =“   23,83

Samtals tímar    50                       63,83 x mælingatalan.]

Eða 63,83/50 = 1,2766 = > 27,66%

50 * 1,2766 * mælingatalan

15.1.5.2.        
Stórhátíðarvinna í ákvæðisvinnu trésmiða skal greidd með 80% álagi á hverja unna yfirvinnustund á stórhátíðum.

15.1.6.           Laun fyrir óunna helgidaga í ákvæðisvinnu

15.1.6.1.        
Laun fyrir óunna helgidaga (sjá 1.5.) trésmiða í ákvæðisvinnu eru greidd í 8 stundir á þeim taxta sem sveinn fær í dagvinnu aðra daga, auk yfirborgana, ef þær eru fyrir hendi, þó að frádregnu fatagjaldi og verkfæragjaldi.

15.1.6.2.        
Laun fyrir helgidaga (sjá 1.5.) eru innifalin í launum málara, múrara, pípulagningamanna og veggfóðrara í ákvæðisvinnu.

15.1.7.           Laun fyrir unna helgidaga og stórhátíðir í ákvæðisvinnu

15.1.7.1.        
Sé unnið helgidaga sem ekki eru stórhátíðir skal, auk þess að greiða dagvinnukaupið, greiða ákvæðislaun með yfirvinnu­álagi.

15.1.7.2.        
Sé unnið á stórhátíðum skal greiða ákvæðislaun með stór­hátíðaálagi auk dagvinnulaunanna.

15.1.8.           Innágreiðslur á mælingar og tilfallandi tímavinna

Þegar samið er um innágreiðslur á mælingu og laun fyrir tilfallandi tímavinnu með uppmælingu er verkfæragjald samkvæmt grein 15.1.9. innifalið í launatölum og dregst það því frá við greiðslu launa fyrir óunna helgidaga og við greiðslu launa í veikindum.

15.1.9.           Verkfæri trésmiða í ákvæðisvinnu:

Í ákvæðisvinnu skulu trésmiðir leggja sér til eftirtalin verkfæri og er verkfæragjald fyrir þau innifalið í reiknitölunni: Hamar, svunta, bogasög, fimm bogasagarblöð á ári, blýantur og fimm metra málband. Gjald fyrir fatnað og önnur verkfæri en þau sem hér er talin er ekki innifalið í reiknitölunni.

Gjald fyrir framangreind verkfæri telst vera kr. 4,53 (m.v. 26. apríl 2004).