Íslendingar hafa alla möguleika til að tryggja sér góð eftirlaun

Á síðustu ártugum hafa Íslendingar  byggt upp lífeyriskerfi sem byggir á sjóðsmyndun. Að þessu leyti voru Íslendingar  á undan flestum  öðrum vestrænum þjóðum og njóta þess í dag.  Með sjóðsmyndun  leggur hver kynslóð til hliðar  fjármagn  til eftirlaunagreiðslna en leggur það ekki á komandi kynslóðir.  Á síðari árum hafa aðrar vestrænar þjóðir verið að taka upp svipað fyrirkomulag og Íslendingar …

Opinberir aðilar virði kjarasamninga og starfsréttindi

Samiðn hefur hvatt aðildarfélög sín til að leita eftir upplýsingum um framkvæmdir á vegum opinberra aðila á sínum félagssvæðum.  Um er að ræða framkvæmdir ríkis, sveitarfélaga og orkufyrirtækja og undirverktaka á þeirra vegum.  Samiðn hefur mælst til þess að félögin sendi erindi til þessara aðila þar sem farið er fram á að þeir tryggi að undirverktakarnir fari að kjarasamningum við framkvæmdirnar …

145 verkalýðsleiðtogar myrtir á síðasta ári

Á síðasta ári voru 145 verkalýðsleiðtogar myrtir og hundruðir máttu sæta ofbeldi og kúgun fyrir afskipti sín af réttindamálum verkafólks og er það aukning frá árinu 2003.  Af þessum 145 voru 99 myrtir í Kólumbíu.  Í skýrslu Alþjóðasambands frjálsra verkalýðsfélaga (ICFTU) fyrir síðasta ár kemur fram að líflátshótanir, fangelsanir, brottrekstur úr vinnu og útskúfun er meðal þeirra meðala sem beitt er …

Túlkun laga um atvinnuréttindi

Í tilefni af umræðum síðustu daga um málefni starfsmannaleigunnar 2 B ehf hafa Vinnumálastofnun og Samtök atvinnulífsins tekið af öll tvímæli þess efnis að fyrirtækinu 2 B ehf ber að sækja um atvinnu- og dvalarelyfi fyrir starfsmenn á þess vegum, auk þess sem því ber að fylgja lögum og ákvæðum íslenskra kjarasamninga hvað kjör mannanna varðar. Gissur Pétursson forstjóri Vinnumálastofnuna …

Starfsmenn 2B fái atvinnuleyfi hér á landi

Vegna málefna starfsmannaleigunnar 2B ehf vilja aðildarfélög innan Samiðnar og Starfsgreinasambands Íslands koma eftirfarandi á framfæri.   Félögin lýsa sig reiðubúin til að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að liðka fyrir því að hinir erlendu starfsmenn sem verið hafa hér á landi á vegum fyrirtækisins 2B ehf fái atvinnuleyfi hjá þeim fyrirtækjum sem þeir starfa hjá eða …

Skattaleg skylda erlendra starfsmanna

Í orðsendingu sem ríkisskattstjóri hefur nýverið sent frá sér kemur fram að skattaleg skylda útlendinga sem starfa hér á landi ýmist á vegum starfsmannaleiga, í gegnum þjónustusamninga eða verktakasamninga er ótvíræð sem og skattaleg ábyrgð launagreiðenda sem fá þá til starfa og greiða fyrir vinnu þeirra.  Ríkisskattstjóri vill benda á eftirfarandi meginreglur og sjónarmið í þessu sambandi: 1. Í þeim tilvikum sem …

Samiðnarfélög kæra 2B ehf

Félag iðn- og tæknigreina og Verkalýðsfélag Akraness sendu í dag kæru til Sýslumannsins í Borgarnesi vegna leigu fyrirtækisins 2B á 10 pólskum starfsmönnum sem starfa hjá Ístak á Grundartanga. Stéttafélögin hafa fengið staðfest hjá Vinnumálastofnun að fyrirtækið 2B er ekki með atvinnuleyfi fyrir erlent vinnuafl og hefur ekki heimild til að flytja inn erlent vinnuafl á grundvelli þjónustusamninga, þar sem …

Verðskrárnámskeið

Tvö verðskrárnámskeið fyrir húsasmiði verða haldin í nóvember, það fyrra dagana 4. og 5. nóvember og það síðara 25. og 26. nóvember. Fyrra námskeiðið verður haldið í Iðnsólanum í Hafnarfirði en það síðara í Borgartúni 30, 6.hæð. Námskeiðin hefjast á föstudegi kl. 13:00 og standa til kl. 20:00. Á laugardeginum hefjast þau kl 9:00 og standa til kl. 16:00. Skráning fer fram hjá …

Sambandsstjórnarfundur Samiðnar

Sambandsstjórn Samiðnar kemur saman til fundar föstudaginn 18. nóvember n.k.   Umfjöllunarefnið er m.a. staða kjarasamninganna og hugmyndir starfsháttanefndar Samiðnar.  Fundurinn verður haldinn á Grand hóteli í Reykjavík og hefst kl. 9.

Þrjátíu ár frá kvennafrídeginum

Baráttuhátíð verður haldin þann 24. október n.k. í tilefni af því að þá verða þrjátíu ár liðin frá kvennafrídeginum árið 1975.  Kröfuganga verður farin frá Skólavörðuholti að Ingólfstorgi og er mæting í hana kl. 15.  Yfirskrift göngunnar verður „Konur höfum hátt“.  Að lokinni göngu verður baráttufundur á Ingólfstorgi með stuttum hvatningarræðum og menningardagskrá. Sjá fréttatilkynningu