Samiðnarfélög kæra 2B ehf

Félag iðn- og tæknigreina og Verkalýðsfélag Akraness sendu í dag kæru til Sýslumannsins í Borgarnesi vegna leigu fyrirtækisins 2B á 10 pólskum starfsmönnum sem starfa hjá Ístak á Grundartanga. Stéttafélögin hafa fengið staðfest hjá Vinnumálastofnun að fyrirtækið 2B er ekki með atvinnuleyfi fyrir erlent vinnuafl og hefur ekki heimild til að flytja inn erlent vinnuafl á grundvelli þjónustusamninga, þar sem um er að ræða íslenskt fyrirtæki en ekki erlent eins og lög nr. 54/2001 kveða á um.  Auk þessara tveggja félaga hafa Félag byggingamanna í Eyjafirði, Afl – Stargsgreinafélag Austurlands og Eining sent kærur til sýslumanna viðkomandi umdæma vegna fyrirtækisins.

Samiðn hefur auk þess farið fram á það við þau fyrirtæki sem hafa starfsmenn frá 2 B í vinnu hjá sér, að þau sýni fram á starfskjör þessara manna þar sem þau eru ábyrg gangvart stéttarfélögunum.

Sjá nánar heimasíðu FIT