Opinberir aðilar virði kjarasamninga og starfsréttindi

Samiðn hefur hvatt aðildarfélög sín til að leita eftir upplýsingum um framkvæmdir á vegum opinberra aðila á sínum félagssvæðum.  Um er að ræða framkvæmdir ríkis, sveitarfélaga og orkufyrirtækja og undirverktaka á þeirra vegum.  Samiðn hefur mælst til þess að félögin sendi erindi til þessara aðila þar sem farið er fram á að þeir tryggi að undirverktakarnir fari að kjarasamningum við framkvæmdirnar og virði starfsréttindi.  Samiðn lítur svo á að verkkaupinn, í þessu tilfelli opinberir aðilar, geti ekki vikið sér undan ábyrgð í þessum efnum og mun verða kallað eftir henni ef á reynir.