Skattaleg skylda erlendra starfsmanna

Í orðsendingu sem ríkisskattstjóri hefur nýverið sent frá sér kemur fram að skattaleg skylda útlendinga sem starfa hér á landi ýmist á vegum starfsmannaleiga, í gegnum þjónustusamninga eða verktakasamninga er ótvíræð sem og skattaleg ábyrgð launagreiðenda sem fá þá til starfa og greiða fyrir vinnu þeirra.  Ríkisskattstjóri vill benda á eftirfarandi meginreglur og sjónarmið í þessu sambandi:

1. Í þeim tilvikum sem menn starfa hér á landi og hafa af störfunum tekjur ber þeim að greiða af þeim skatt óháð því hver greiðir þeim tekjurnar.

2. Taki menn laun hér á landi ber hinn raunverulegi launagreiðandi þeirra allar skyldur sem launagreiðandi varðandi staðgreiðslu opinberra gjalda og greiðslu tryggingagjalds sem og gerð launaframtals og launamiða.

3.  Séu hinir erlendu starfsmenn hér á vegum erlendra starfsmannaleiga hefur hinn innlendi leigutaki stöðu launagreiðanda í skattalegu tilliti.  Sama á við um s.k. þjónustusamninga og og verktakasamninnga ef um er að ræða leigu á vinnuafli.

Sjá nánar orðsendingu ríkisskattstjóra