145 verkalýðsleiðtogar myrtir á síðasta ári

Á síðasta ári voru 145 verkalýðsleiðtogar myrtir og hundruðir máttu sæta ofbeldi og kúgun fyrir afskipti sín af réttindamálum verkafólks og er það aukning frá árinu 2003.  Af þessum 145 voru 99 myrtir í Kólumbíu.  Í skýrslu Alþjóðasambands frjálsra verkalýðsfélaga (ICFTU) fyrir síðasta ár kemur fram að líflátshótanir, fangelsanir, brottrekstur úr vinnu og útskúfun er meðal þeirra meðala sem beitt er gegn þeim sem berjast fyrir grundvallarréttindum launafólks. 

Sjá skýrslu ICFTU