Þrjátíu ár frá kvennafrídeginum

Baráttuhátíð verður haldin þann 24. október n.k. í tilefni af því að þá verða þrjátíu ár liðin frá kvennafrídeginum árið 1975.  Kröfuganga verður farin frá Skólavörðuholti að Ingólfstorgi og er mæting í hana kl. 15.  Yfirskrift göngunnar verður „Konur höfum hátt“.  Að lokinni göngu verður baráttufundur á Ingólfstorgi með stuttum hvatningarræðum og menningardagskrá.

Sjá fréttatilkynningu