Þvegið, klippt og litað í óða önn á Onix

Það var ys og þys á hársnyrtistofunni Onix á horni Laugavegar og Snorrabrautar fyrir skemmstu þegar blaðamaður Samiðnarblaðsins leit inn til að kanna hvernig stemningin væri hjá hársnyrtifólki um þessar mundir. Nóg var að gera, börn, ungt fólk og mömmur voru þarna í þeim tilgangi að láta snyrta hár sitt fyrir páskana.   – Við erum hér átta, sex útlærð …

Komumst ekki hjá því að taka upp evru!

segir Þórólfur Matthíasson prófessor um líkurnar á að við tökum upp evru í stað krónunnar og áhrif þess á venjulegt fólk     Undanfarið hefur verið talsverð umræða um stöðu krónunnar og möguleikana á upptöku evru í íslensku hagkerfi. Mönnum hefur sýnst sitt hverjum og stundum hefur virst sem afstaða þeirra sem tjá sig ráðist einkum af stöðu þeirra. Víst …

Iðan – fræðslusetur

Sveinsprófslausir smiðir fá tækifæri til að klára námið   – Það má rekja upphaf þessa máls til þess þegar Trésmiðafélag Reykjavíkur réðst ásamt fleiri stéttarfélögum í að kanna ástandið á vinnumarkaði. Ætlunin var fyrst og fremst að kanna réttindi hinna fjölmörgu erlendu starfsmanna sem voru við störf í byggingariðnaði hér á höfuðborgarsvæðinu. Það kom hins vegar í ljós í þessari …

Ný lög um erlenda starfsmenn og um starfsmannaleigur

Aukin ábyrgð lögð á herðar notendafyrirtækjum   Alþingi samþykkti rétt fyrir þinglok ný lög um réttindi og skyldur erlendra fyrirtækja sem senda starfsmenn tímabundið til Íslands og um starfskjör þeirra. Jafnframt voru gerðar breytingar á lögum um starfsmannaleigur. – Við fögnum setningu þessara laga og teljum þau tímamót, segir Þorbjörn Guðmundsson starfsmaður Samiðnar, sem undanfarin ár hefur beitt sér mjög …

Skipulagsmálin verða í brennidepli 5. þings Samiðnar

Skipulagsmál Samiðnar verða í brennidepli á 5. þingi Samiðnar sem haldið verður í Reykjavík 4.–5. maí nú í vor. Á síðasta Samiðnarþingi sem haldið var á Akureyri fyrir þremur árum var ákveðið að setja á laggirnar fimm manna nefnd til að fara ofan í saumana á starfsemi Samiðnar, hlutverki samtakanna og stefnu. Nefndin lagði fram áfangaskýrslu um störf sín fyrir …

Baráttan skilaði árangri

Mikil umræða hefur verið að undanförnu um erlenda starfsmenn á Íslandi. Félagsmenn Samiðnar hafa manna helst fundið fyrir þeim áhrifum sem koma erlendra verkamanna hefur haft á vinnumarkaðinn. Áhrifin hafa birst með mörgum og misjöfnum hætti. Stjórnvöld ákváðu eins og menn muna að ráðast í stærstu virkjun sem gerð hefur verið á Íslandi og byggja jafnframt álver á sama tíma. …

Hækkun grunnlífeyris og afnám tekjutenginga

Vaxandi umræða hefur verið í þjóðfélaginu um afkomu öryrkja og eldri borgara. Umræðan hefur snúist fyrst og fremst um aðbúnað þeirra og afkomu. Á undangengnum áratugum höfum við verið að byggja upp lífeyrissjóðakerfi sem hefur að meginmarkmiði að    tryggja fólki góð eftirlaun. Þegar almennu lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir í lok sjöunda áratugarins var hugsunin að lífeyrir frá lífeyrissjóðunum kæmi til viðbótar …

Finnbjörn A. Hermannsson endurkjörinn formaður Samiðnar

Á fimmta þingi Samiðnar sem lauk nú um helgina var Finnbjörn A. Hermannsson endurkjörinn formaður Samiðnar og Hilmar Harðarson kjörinn varaformaður.  Auk umfjöllunar um skipulagsmál Samiðnar  fór talsverður hluti þingsins í umræður um kjaramál og komandi kjarasamninga, auk þess sem ályktað var um velferðar- og menntamál. Þingið sátu hátt í eitt hundrað fulltrúar iðnfélaga og iðndeilda af öllu landinu. Sjá …

Nefndir og ráð 2007

FRAMKVÆMDASTJÓRN   Finnbjörn A. Hermannsson, Trésmiðafélagi Reykjavíkur Hilmar Harðarson, Félagið iðn- og tæknigreina Hákon Hákonarson, Félagi málmiðnaðarmanna á Akureyri Súsanna Björg Vilhjálmsdóttir, Félagi hársnyrtisveina   MIÐSTJÓRN   Formaður Finnbjörn A. Hermannsson,  Trésmiðafélag Reykjavíkur   Varaformaður Hilmar Harðarson,   Félag- iðn og tæknigreina   Meðstjórnendur Súsanna Björg Vilhjálmsdóttir, Félag hársnyrtisveina Heimir Kristinsson,  Félag byggingamanna Eyjafirði Georg Ó. Ólafsson,  Félag iðn og tæknigreina …

Ályktanir 5. þings Samiðnar 2007

Ályktun um kjaramál Fimmta þing Samiðnar lýsir miklum vonbrigðum með mikla verðbólgu og óstöðugleika í íslensku efnahagslífi sem hefur einkennt allt samningstímabil núgildandi kjarasamninga. Markmiðið með löngum samningstíma var m.a. annars að skapa forsendur fyrir vaxandi kaupmætti,  meiri festu og stöðugleika í íslensku efnahagslífi m.a til að vinna gegn þenslu sem fyrirsjáanleg var í tengslum við stóriðjuframkvæmdir. En til þess að skapa og viðhalda stöðugleika …