Innleiðing hæfnismats og hæfnislauna hjá Reykjavíkurborg

Á fundi samstarfsnefndar Reykjavíkurborgar og Samiðnar í gær 13.júní var samþykkt að hefja þegar í stað undirbúning og kynningu vegna innleiðingar á hæfnislaunum sem byggja á hæfnismati samkvæmt kjarasamningi Samiðnar og Reykjavíkurborgar.  Hæfnismatinu verði lokið á tímabilinu 1.júlí – 31.ágúst þar sem útgangspunktarnir verða annars vegar starfsmetnaður og hins vegar sveigjanleiki í starfi. Starfsmaður getur almennt gert ráð fyrir að …

Fyrsta þing Norræns sambands starfsfólks í iðnaði haldið í Reykjavík

Fyrsta þing Norræns sambands starfsfólks í iðnaði (IN – Industrianställda i Norden) verður haldið á Hótel Sögu í Reykjavík dagana 15. og 16. júní.  IN var stofnað fyrir um hálfu ári síðan við samruna Norræna málmiðnaðarsambandsins og Norræna iðnaðarsambandsins og eru fulltrúar Íslands í stjórn sambandsins þeir Hilmar Harðarson frá Samiðn og Skúli Thoroddsen frá Starfsgreinasambandinu.  Helstu áherslur þingsins eru á …

Golfmót Samiðnar – úrslit

Hið árlega golfmót Samiðnar var haldið á golfvellinum við Hellu laugardaginn 9. júní s.l.  Mótið var jafnframt innanfélagsmót aðildarfélaga Samiðnar og mættu hátt í 40 félagar og fjölskyldur þeirra leiks í blíðviðri og góðum félagsskap. ÚRSLIT: Samiðn Án forgjafar 1. Hjörtur Leví Pétursson FIT 66 2. Björgvin Sigurbergsson TR 66 3. Hafþór Helgi Einarsson    TR 81 Með forgjöf 1. Ólafur I. …

Orlofsuppbótin kr. 23.000

Starfsmaður sem hefur áunnið sér fullan orlofsrétt, með starfi hjá sama atvinnurekanda næstliðið orlofsár og er í starfi í síðustu viku apríl eða í fyrstu viku maí, skal við upphaf orlofstöku eða eigi síðar en 15.ágúst fá greidda orlofsuppbót kr. 23.000 miðað við fullt starf en hlutfallslega miðað við starfshlutfall og starfstíma.  Orlofsuppbót nema er kr. 17.100.  Fullt starf telst vera …

Styrkir úr Minningarsjóði Eðvarðs Sigurðssonar

Minningarsjóður Eðvarðs Sigurðssonar auglýsir eftir umsóknum um styrki til einstaklinga til að sækja námskeið eða afla sér með öðrum hætti þekkingar á verkalýðshreyfingunni og málefnum launafólks, innanlands eða erlendis.   Um er að ræða styrki sem ætlaðir eru til að greiða að hluta til eða öllu leyti skráningargjöld, ferða- og/eða dvalarkostnað. Styrkirnir eru ætlaðir félagsmönnum í stéttarfélögum innan Alþýðusambands Íslands. …

Golfmót Samiðnar 9.júní

Samiðnargolfmótið verður að þessu sinni haldið á Golfvellinum við Hellu laugardaginn 9. júní.  Sérstök athygli er vakin á því að mótið er jafnframt innanfélagsmót aðildarfélaga Samiðnar og er það opið öllum félagsmönnum Samiðnar og fjölskyldum þeirra.  Ræst verður út frá kl. 9 – 11.  Skráning er í síma 5356000 eða í tölvupóstfangið palmi@samidn.is.

Kjaramálaráðstefna 12. og 13. október

Samiðn boðar til kjaramálaráðstefnu með þátttöku trúnaðarmanna á vinnustöðum og lykilfólki í aðildarfélögunum dagana 12. og 13. október á Hótel Selfossi.  Ráðstefnan er hugsuð sem liður í undirbúningi að endurnýjun kjarasamninga sem renna út um áramót og er því mikilvægt að þátttakan verði góð og endurspegli þær kröfur sem helst brenna á félagsmönnum. Auk kjaramálaráðstefnunnar ráðgerir formaður Samiðnar heimsóknir til …

Dómur í Vaxholm-málinu stéttarfélögum í hag?

Aðallögmaður Evrópudómstólsins í Lúxemborg hefur mælst til þess að fallist verði á rök Samtaka sænskra byggingamanna (Byggnads) í hinu s.k. Vaxholm-Laval máli sem Félagsdómur Svía ákvað að vísa til Evrópudómstólsins og snérist um rétt stéttarfélaga til að beita því valdi sem þau búa yfir til að knýja fyrirtæki frá öðru ESB-ríki til þess að gera kjarasamning við félög gistilandsins um tímabundin verk sem …