Dómur í Vaxholm-málinu stéttarfélögum í hag?

Aðallögmaður Evrópudómstólsins í Lúxemborg hefur mælst til þess að fallist verði á rök Samtaka sænskra byggingamanna (Byggnads) í hinu s.k. Vaxholm-Laval máli sem Félagsdómur Svía ákvað að vísa til Evrópudómstólsins og snérist um rétt stéttarfélaga til að beita því valdi sem þau búa yfir til að knýja fyrirtæki frá öðru ESB-ríki til þess að gera kjarasamning við félög gistilandsins um tímabundin verk sem þau taka að sér þar.  Einnig snérist málið um það hvort samþykktir Evrópusambandsins banni stéttarfélögum að grípa til verkfallsaðgerða gangvart fyrirtæki frá öðru ESB-ríki sem hefur gert samning við stéttarfélög í sínu heimalandi. 

Mat aðallögmanns Evrópusambandsins vegur þungt þegar að úrskurði kemur og eru því miklar líkur á að málið verði dæmt stéttarfélögunum í hag.

Vaxholm-Laval málið vakti mikla athygli á sínum tíma og var fjallað um það í 1.tbl. Samiðnarblaðsins árið 2006 (sjá hér).

Sjá álitið í heild sinni hér.