Styrkir úr Minningarsjóði Eðvarðs Sigurðssonar

Minningarsjóður Eðvarðs Sigurðssonar auglýsir eftir umsóknum um styrki til einstaklinga til að sækja námskeið eða afla sér með öðrum hætti þekkingar á verkalýðshreyfingunni og málefnum launafólks, innanlands eða erlendis.

 

Um er að ræða styrki sem ætlaðir eru til að greiða að hluta til eða öllu leyti skráningargjöld, ferða- og/eða dvalarkostnað. Styrkirnir eru ætlaðir félagsmönnum í stéttarfélögum innan Alþýðusambands Íslands. Hámarksstyrkur er kr. 100.000.
 
Umsóknarfrestur er til 15. ágúst nk. Umsóknir um styrkina verða afgreiddar 1. september nk.
 
Sjá nánar í frétt á heimasíðu ASÍ: http://www.asi.is/desktopdefault.aspx/tabid-2/19_read-736/