Á fundi samstarfsnefndar Reykjavíkurborgar og Samiðnar í gær 13.júní var samþykkt að hefja þegar í stað undirbúning og kynningu vegna innleiðingar á hæfnislaunum sem byggja á hæfnismati samkvæmt kjarasamningi Samiðnar og Reykjavíkurborgar. Hæfnismatinu verði lokið á tímabilinu 1.júlí – 31.ágúst þar sem útgangspunktarnir verða annars vegar starfsmetnaður og hins vegar sveigjanleiki í starfi.
Starfsmaður getur almennt gert ráð fyrir að hæfnismat og hæfnislaun standi tímabundið til 12 mánaða í senn eða samkvæmt nánara samkomulagi við yfirmann en sviðsstjóri á hverju sviði ber ábyrgð á framkvæmdinni á sínu sviði.
Hæfnismat nær til sömu starfsmanna/starfa og starfsmat, sbr. samkomulag samningsaðila um framkvæmd starfsmatskerfisins SAMSTARF. Samkomulagið um hæfnislaun samkvæmt hæfnismati gildir að formi til frá 1. júlí 2007. Réttur starfsmanns stendur til afturvirkrar hækkunar frá þeim tíma sem metið er aðhann hafi uppfyllt skilyrði hæfnismats til launafloks- eða launaflokkahækkunar.
Hæfnislaun samkvæmt hæfnismatil koma til viðbótar hæfnislaunum samkvæmt starfsmati og hæfnislaunum vegna símenntunar. Ef starfsmaður hefur haft hærri útborgunarlaunaflokk en svarar til starfslauna og hæfnislauna vegna símenntunar, þá koma þeir viðbótarflokkar fyrst til frádráttar hæfnislaunum samkvæmt hæfnismati. Enginn starfsmaður lækkar í útborgunarlaunaflokki við innleiðingu á þessum þætti launakerfisbreytinganna.
Starfsmenn fá eingreiðslu í stað hæfnislauna vegna tímabilsins 1.janúar 2006 til og með 30. júní 2007 sem fer eftir starfshlutfalli og starfstíma hvers og eins.