Rekstrarerfiðleikar og staða launafólks

Upplýsingabæklingur ASÍ um stöðu launafólks þegar fyrirtæki lenda í rekstararerfiðleikum og gjaldþroti. Sækja bækling. Upplýsingar Vinnumálastofnunar fyrir umsækjendur atvinnuleysisbóta. Vinnumiðlun höfuðborgarsvæðisins er í Engjateigi 11 opnunaratími er frá kl. 9-15 og síminn 5154850. Sjá vef Vinnumálastofnunar. 

Reykjavíkurborg flytur 120 ársverk úr landi

Í Morgunblaðinu í dag kynnir Óskar Bergsson, formaður borgarráðs aðgerðaráætlun Reykjavíkurborgar og telur að með henni sé Reykjavíkurborg  að senda atvinnulífinu skýr skilaboð.   Í aðgerðaráætluninni  stendur m.a. „ Leitast verður við að tryggja fjármagn fyrir nauðsynlegum framkvæmdum. Forgangsröðun framkvæmda verður endurskoðuð en framkvæmdum  eða verkefnum  sem geta beðið eða kalla á aukinn rekstrarkostnað, verður frestað eða dregið úr kostnaði vegna …

Atvinnuleysistryggingar

Vinnumálastofnun annast umsýslu vegna atvinnuleysistrygginga (atvinnuleysisbóta) og hvaða réttindi og skyldur umsækjendur þurfa að uppfylla.  Vinnumiðlun höfuðborgarsvæðisins er í Engjateigi 11 opnunaratími er frá kl. 9-15 og síminn 5154850. Sjá vef Atvinnuleysistryggingasjóðs. Ábyrgðasjóður launa ábyrgist greiðslu á kröfum um m.a. vangoldin laun við gjaldþrot fyrirtækja.  Vinnumálastofnun annast umsýslu vegna sjóðsins er hann til húsa í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu s. 5154800. …

Upplýsingar um stöðu launafólks í rekstarerfiðleikum fyrirtækja

Erfiðleikar á fjármálamarkaði og ágeng umræða um rekstarerfiðleika og gjaldþrot fyrirtækja hefur leitt til þess að fleiri launamenn óttast nú um stöðu sína en áður og hefur Alþýðusambandið því gefið út upplýsingabækling um stöðu launafólks þegar fyrirtæki lenda í rekstararerfiðleikum og gjaldþroti. Sækja bækling. Á vef Vinnumálastofnunar má einnig finna upplýsingar fyrir umsækjendur atvinnuleysisbóta og þá bæði launafólk og sjálfstætt starfandi. Vinnumiðlun …

Störf hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins er að stækka og auglýsir eftir slökkviliðs- og sjúkraflutningamönnum.  Starfið er fjölbreytt og gerðar eru miklar andlegar og líkamlegar kröfur til þeirra sem sækja um auk þess sem farið er fram á símenntun og þjálfun hér heima og erlendis.  Rétt er að benda á að iðnmenntun hefur ávallt þótt mikill kostur við val í störf hjá SHS. Sjá nánar á vef SHS www.shs.is

Bygginga- og mannvirkjagerð í klakaböndum (leiðari)

Við bygginga- og mannvirkjagerð starfa um 15 þúsund manns og ekki er óvarlegt að halda því fram að um 45 til 50 þúsund manns byggi lífsafkomu sína með einum eða öðrum hætti á henni. Til viðbótar eru öll afleiddu störfin, til dæmis í verslun og ýmiss konar þjónustu. Starfsmannaflóran tekur til margra starfsstétta verkamanna, iðnaðarmanna og háskólamenntaðs fólks. Samdráttur í …

„Hvað skyldi báturinn vera að hugsa“

Nýlega gaf hagdeild ASÍ út efnahagsspá sína. Það er athyglisvert að skoða hana og velta fyrir sér hvað er í vændum í byggingar- og málmiðngreinum ef hún gengur eftir. Á næsta ári er spáð um 3ja prósenta atvinnuleysi á vinnumarkaðnum. Ekki er líklegt að það atvinnuleysi snerti opinbera eða hálfopinbera markaðinn. Því er ekki ólíklegt að á almenna vinnumarkaðnum verði …

Sameining Trésmiðafélags Reykjavíkur og Félags byggingamanna í Eyjafirði

Sameining Trésmiðafélags Reykjavíkur og Félags byggingamanna í Eyjafirði var samþykkt á aðalfundum beggja félaga sem haldnir voru 17. apríl í vor. Tillagan um samþykktina byggðist á sameiningaráætlun þar sem gert er ráð fyrir því að sameiningin taki gildi í áföngum og verði að fullu lokið fyrir 15. apríl 2009. Á tímabilinu starfa tvær stjórnir, önnur fyrir norðan og hin á …

Margra ára baráttumál í höfn

Súsanna Vilhjálmsdóttir formaður Félags hársnyrtisveina segir að endur-menntunarmál stéttarinnar séu komin á beinu brautina. Græn námskeið í haust. – Það hefur verið baráttumál okkar hjá Félagi hársnyrtisveina í mörg ár að koma skikki á endurmenntunarmálin. Við náðum samstöðu með meisturum við gerð síðustu kjarasamninga um að taka upp endurmenntunargjald og í framhaldi af því höfum við nú gert samkomulag við …

Er byggingariðnaður á leið á válistann?

Blikur eru á lofti í íslensku efnahagslífi. Blikur sem ekki hafa farið framhjá nokkrum manni. Eins og svo oft áður þegar kreppir að er það byggingariðnaðurinn sem fyrst verður fyrir barðinu á efnahagslægðinni. Samdrátturinn í sölu íbúðarhúsnæðis hefur þegar leitt til uppsagna hjá einstökum fyrirtækjum sem hafa sérhæft sig í byggingu íbúða. Þrátt fyrir slæma stöðu á þessum markaði var …