Erfiðleikar á fjármálamarkaði og ágeng umræða um rekstarerfiðleika og gjaldþrot fyrirtækja hefur leitt til þess að fleiri launamenn óttast nú um stöðu sína en áður og hefur Alþýðusambandið því gefið út upplýsingabækling um stöðu launafólks þegar fyrirtæki lenda í rekstararerfiðleikum og gjaldþroti.
Á vef Vinnumálastofnunar má einnig finna upplýsingar fyrir umsækjendur atvinnuleysisbóta og þá bæði launafólk og sjálfstætt starfandi. Vinnumiðlun höfuðborgarsvæðisins er í Engjateigi 11 opnunaratími er frá kl. 9-15 og síminn 5154850.