Launahækkun 1.nóvember

Launataxtar iðnaðarmanna munu hækka um kr. 8.750 þann 1.nóvember og annarra um kr. 6.750, þeir sem fá laun yfir töxtum fá 3,5% launahækkun.  Prósentuhækkunin er s.k. launaþróunartrygging sem þýðir að hafi starfsmaður fengið aðrar launahækkanir á tímabilinu frá 1.janúar til 1.nóvember á þessu ári þá koma þær til frádráttar. Sjá kjarasamninga og launatöflur >>> hér. Sjá reiknivél vegna hækkana >>> hér.

Samiðn með 26 fulltrúa á ársfundi ASÍ

Ársfundur ASÍ 2009 verður haldinn á Hilton hótelinu við Suðurlandsbraut dagna 22. og 23. október.  Yfirskrift fundarins verður Byggjum réttlátt þjóðfélag þar sem áherslan verður á hag heimilanna, efnahags- og kjaramál og atvinnumál og samfélagslega ábyrgð.  Samiðn býður ársfundarfulltrúum sínum til hádegisverðar á fimmtudeginum í Borgartúni 30. Allar upplýsingar og umræðuskjöl ársfundarins má nálgast hér.

Vinnuverndarvikan 2009

Í tengslum við Vinnuverndarviku Evrópsku vinnuverndarstofnunarinnar verður haldin ráðstefna á Grand Hótel þriðjudaginn 20.október undir yfirskriftinni „Áhættumat fyrir alla“  (sjá nánar um ráðstefnuna). Í vinnuverndarátakinu er sjónum beint að mikilvægi þess að gert sé áhættumat fyrir alla vinnustaði. Engin vinnustaður er í raun undanskilinn. Áhættumatið á að styrkja vinnuverndarstarfið innan fyrirtækjanna með skýrri ábyrgð og virkni atvinnurekenda, stjórnenda og kerfisbundinni þátttöku …

Fagfélagið með vinnumiðlun

Stjórn Fagfélagsins hefur sett á laggirnar vinnumiðlun fyrir félagsmenn sína sem eru atvinnulausir eða hafa hug á að skipta um vinnustað.  Skráning er hafin hjá félaginu og geta áhugasamir haft samband í síma 5356000. Sjá nánar á heimasíðu Fagfélagsins.

Kaupmáttur lántakenda til grundvallar

Miðstjórn Samiðnar samþykkti á fundi sínum nýverið ályktun þar sem stjórnvöld eru hvött til að mæta fjárhagserfiðleikum heimilanna út frá kaupmætti lántakenda þar sem um algjöran forsendubrest er að ræða sé miðað við þau kjör sem voru til grundvallar lántöku. Ályktunin í heild: Mikil verðbólga, fall krónunnar og lækkandi húsnæðisverð  hefur skapað algjöran forsendubrest  hjá  lántakendum  og leikið mörg heimili  mjög illa fjárhagslega. …

Nálægt þriðjungur atvinnulausra í mannvirkjagerð og iðnaði

Samkvæmt tölum frá Vinnumálastofnun yfir fjölda atvinnulausra í lok ágúst eru 28% þeirra starfsfólk í mannvirkjagerð og iðnaði.  Atvinnuleysi er mest á Suðurnesjum eða 11,4% og höfuðborgarsvæðinu 9%, meðaltalið yfir landið er 7,7% eða 13.387 manns ef miðað er við ágústmánuð. Sjá nánar.

Stjórnvöld standi við stöðugleikasáttmálann

Á fundi miðstjórnar Samiðnar sem lauk í dag var samþykkt ályktun þar sem þess er krafist að stjórnvöld standi við gefin loforð í tengslum við stöðugleikasáttmálann sem undirritaður var við endurskoðun kjarasamninga í júní s.l.  Miðstjórnin krefst þess að stjórnvöld leggi fram tillögur til lausnar þeim vanda sem blasir við í bygginga- og mannvirkjagerð í vetur verði ekkert að gert, …

Haustfundur miðstjórnar

Fyrsti fundur miðstjórnar Samiðnar að loknum sumarleyfum verðu haldinn dagana 10. og 11.september n.k. að Hótel Heklu á Skeiðunum.  Á dagskrá fundarins verður m.a. hugað að framgangi stöðugleikasáttmálans og mun Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ mæta á fundinn og gera grein fyrir stöðunni.  Hlutverk og verkefni verkalýðshreyfingarinnar í komandi aðildarviðræðum við Evrópusambandið er einnig á dagskrá og mun Halldór Gröndvold aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ kynna þau …

Samningur við ríkið samþykktur

Kjarasamningur Samiðnar við fjármálaráðherra fyrir hönd ríkisins frá 7.júlí s.l. var samþykktur í póstatkvæðagreiðslu með afgerandi meirihluta, 93% þeirra sem greiddu atkvæði voru hlynntir samningnum en 7% andvígir. Samningurinn gildir frá1.júlí 2009 til 30.nóvember 2010 með endurskoðunarákvæði 1.nóvember 2009. Sjá samninginn við ríkið.

Samið við ríkið en viðræðum frestað við Reykjavíkurborg og sveitarfélögin

Samiðn hefur undirritað nýjan kjarasamning við ríkið sem gildir frá 1. júlí 2009 til 30 nóvember 2010 með endurskoðun 1. nóvember 2009.   Kjarasamningurinn ber sterk einkenni þess efnahagsumhverfis sem Íslendingar búa við í dag og stöðuleikasáttmálanum sem undirritaður var 25. júní s.l.   Megin breytingar  eru: 1.     1. júlí  2009 hækka öll laun sem eru grunnröðuð  í 21.  launaflokk …