Haustfundur miðstjórnar

Fyrsti fundur miðstjórnar Samiðnar að loknum sumarleyfum verðu haldinn dagana 10. og 11.september n.k. að Hótel Heklu á Skeiðunum.  Á dagskrá fundarins verður m.a. hugað að framgangi stöðugleikasáttmálans og mun Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ mæta á fundinn og gera grein fyrir stöðunni.  Hlutverk og verkefni verkalýðshreyfingarinnar í komandi aðildarviðræðum við Evrópusambandið er einnig á dagskrá og mun Halldór Gröndvold aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ kynna þau mál fyrir miðstjórninni.  Bjarni Már Gylfason, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins, mun að síðustu fara yfir helstu hagsmunamál og tækifæri fyrirtækja í iðnaði í Evrópusambandsviðræðunum.  Að lokinni formlegri dagskrá verða svo garðyrkjubændur á Suðurlandi heimsóttir.