Samkvæmt tölum frá Vinnumálastofnun yfir fjölda atvinnulausra í lok ágúst eru 28% þeirra starfsfólk í mannvirkjagerð og iðnaði. Atvinnuleysi er mest á Suðurnesjum eða 11,4% og höfuðborgarsvæðinu 9%, meðaltalið yfir landið er 7,7% eða 13.387 manns ef miðað er við ágústmánuð.