1.maí – Vinna er velferð!

Á baráttudegi launafólks 1.maí verða hátíðarhöld stéttarfélaganna með hefðbundnum hætti undir slagorðinu „Vinna er velferð“. Safnast verður saman á Hlemmi kl. 13 og lagt af stað í kröfugöngu niður Laugaveginn kl. 13:30 undir öflugum lúðrablæstri Lúðrasveitar verkalýðsins og Lúðrasveitarinnar Svans.

Fagfélagið skiptir um nafn

BYGGIÐN – Félag byggingamanna er nýtt nafn á Fagfélaginu en tillaga stjórnar þess efnis var samþykkt á aðalfundi Fagfélagsins sem haldinn var í lok mars. Tilgangur nafnabreytingarinnar er að Fagfélagið þótti of víðtækt og ekki nógu lýsandi fyrir þá starfsemi sem félagið stæði fyrir.

Þungar áhyggjur af byggingariðnaðinum

Á aðalfundi Fagfélagsins sem haldinn var 28.mars s.l. var samþykkt ályktun í atvinnumálum þar sem lýst er þungum áhyggjum yfir hve hægt miðar að koma byggingariðnaðinum af stað aftur eftir hrun.  Skorað er á stjórnvöld að samþykkja rammaáætlun í virkjanamálum og þau hvött til að standa við gefin loforð í stöðugleikasáttmálanum.  Þá er skorað á velferðarráðherra að leggja fram á …

Aukning landsframleiðslu og hækkun eigna lífeyrissjóðanna

Greiningardeild Íslandsbanka rýnir í nýbirtar tölur Hagstofunnar um fjármál hins opinbera á síðasta ári og sýna þær aukningu í vergri landsframleiðsla (VLF) um 3,1% að raungildi á árinu 2011. Þessi vöxtur kemur í kjölfar mikils samdráttar tvö árin þar á undan, en árið 2009 dróst VLF saman um 6,8% milli ára, og árið 2010 dróst hún saman um 4,0%. Þrátt …

Samiðnargolfmótið 2012 – úrslit

Golfmót Samiðnar fór fram á Golfvellinum við Hellu sunnudaginn 10.júní. Mótið var punktamót með og án forgjafar og opið félagsmönnum aðildarfélaga Samiðnar og gestum þeirra. Sjá úrslit og myndir.

Samiðnargolfmótið 10.júní

Hið árlega golfmót Samiðnar og aðildarfélaga verður haldið á Golfvellinum við Hellu 10.júní. Mótið er jafnframt innanfélagsmót aðildarfélaga Samiðnar og því opið félagsmönnum aðildarfélaga Samiðnar og gestum þeirra. Um er að ræða punktamót með og án forgjafar og verða veitt verðlaun fyrir þrjú efstu sætin auk þess sem Samiðnarstyttan er veitt fyrir besta skor og Samiðarbikarinn veittur bestu sveitinni. Þá …

Íslandsmót iðn- og verkgreina

Hið árlega Íslandsmót iðn- og verkgreina verður sett föstudaginn 9 mars kl. 9:30 og lýkur laugardaginn 10. mars 16. Katrín Jakobsdóttir menningar- og menntamálaráðherra setur Íslandsmótið og Menntadag iðnaðarins kl. 13 föstudaginn 9. mars í Sólinni í HR.  Keppnin í ár er sú stærsta til þessa og verður fjölbreytt og skemmtileg en um 170 manns etja kappi í 24 iðn- og verkgreinum, …

Byggingamenn í Svíþjóð boða verkfall

Samband byggingamanna í Svíþjóð (Byggnads) hefur boðað tveggja daga vinnustöðvun til að fylgja eftir kröfugerð sambandsins í öryggis- og aðbúnaðarmálum.  Kjarasamningur Byggnads við samtök launagreiðenda (Sveriges Byggindustrier) voru lausir nú í lok febrúar og slitnaði upp úr viðræðunum þann 24. febrúar s.l.  Ef af verður mun vinnustöðvunin standa yfir dagana 7. og 14.mars og ná til um 3000 félagsmanna á 120 vinnustöðum. UPPFÆRT 7.MARS Byggingamenn …

Nýr formaður Félags málmiðnaðarmanna á Akureyri

Jóhann R. Sigurðsson bifvélavirki og starfsmaður Stillingar tók við sem nýr formaður Félags málmiðnaðarmanna á Akureyri á aðalfundi félagsins sem haldinn var um helgina.  Hákon Hákonarson formaður til 36 ára mun setjast í stól varaformanns. Sjá heimasíðu FMA. Jóhann R. Sigurðsson og Hákon Hákonarson