Á aðalfundi Fagfélagsins sem haldinn var 28.mars s.l. var samþykkt ályktun í atvinnumálum þar sem lýst er þungum áhyggjum yfir hve hægt miðar að koma byggingariðnaðinum af stað aftur eftir hrun. Skorað er á stjórnvöld að samþykkja rammaáætlun í virkjanamálum og þau hvött til að standa við gefin loforð í stöðugleikasáttmálanum. Þá er skorað á velferðarráðherra að leggja fram á yfirstandandi þingi frumvarp um heimild til að hefja byggingu nýs Landspítala.