Byggingamenn í Svíþjóð boða verkfall

Samband byggingamanna í Svíþjóð (Byggnads) hefur boðað tveggja daga vinnustöðvun til að fylgja eftir kröfugerð sambandsins í öryggis- og aðbúnaðarmálum.  Kjarasamningur Byggnads við samtök launagreiðenda (Sveriges Byggindustrier) voru lausir nú í lok febrúar og slitnaði upp úr viðræðunum þann 24. febrúar s.l.  Ef af verður mun vinnustöðvunin standa yfir dagana 7. og 14.mars og ná til um 3000 félagsmanna á 120 vinnustöðum.

UPPFÆRT 7.MARS
Byggingamenn í Svíþjóð féllust á launahækkun upp á 2,6% og umbætur í vinnuumhverfismálum.  Þeir hafa því aflýst boðuðu verkfalli en upphaflega launakrafan hljóðaði upp á 3,5%.

Sjá nánar.

byggnadslogo