Samiðnargolfmótið 10.júní

Hið árlega golfmót Samiðnar og aðildarfélaga verður haldið á Golfvellinum við Hellu 10.júní. Mótið er jafnframt innanfélagsmót aðildarfélaga Samiðnar og því opið félagsmönnum aðildarfélaga Samiðnar og gestum þeirra. Um er að ræða punktamót með og án forgjafar og verða veitt verðlaun fyrir þrjú efstu sætin auk þess sem Samiðnarstyttan er veitt fyrir besta skor og Samiðarbikarinn veittur bestu sveitinni. Þá eru veitt verðlaun í unglingaflokki (16 ára og yngri), nándarverðlaun og gestaverðlaun. Ræst verður út á öllum teigum kl 9.

Mótsgjald er kr. 3500 og skráning í síma 535-6000 eða í tölvupósti helga@samidn.is og þarf að gefa upp forgjöf og stéttarfélag.

Svo golfarar – takið daginn frá fyrir gott mót á góðum velli í góðum félagsskap!

Athugað verður með sætaferðir er nær dregur.

Sjá Golfklúbbur Hellugolf