Gildistöku nýrrar byggingarreglugerðar verði frestað um ár

Samiðn og Samtök iðnaðarins hafa mælst til þess við umhverfis- og auðlindaráðuneytið að bráðabirgðaákvæði 1 með byggingarreglugerð verði framlengt um eitt ár.

Í bréfi samtakanna til ráðuneytisins segir: „Það er engin launung að hrunið og kreppan sem fylgdi í kjölfarið lék byggingariðnaðinn allra greina verst.  Hrunið í byggingariðnaði var algjört og störfum fækkaði um þúsundir.

Samfélagslegt tjón skattsvika bitnar á okkur öllum

Ekkert lát virðist vera á að stunduð séu skipulögð skattsvik á íslenskum vinnumarkaði. Einyrkja og gerviverktaka er ein af þeim leiðum sem notaðar eru til að komast hjá að greiða framlag til samfélagsins í formi skatta. Það sem er svo merkilegt er að okkur öllum hefur verið ljós þessi leið til undanskota um langt árabil en ekki hefur verið pólitískur vilji til að taka á málinu. Aðferðin er að stofna einkahlutafélag utan um eigin vinnu.

ASÍ bregst við ofbeldi gegn verkalýðsleiðtogum í Kólumbíu

ASÍ hefur í umsögn sinni til Alþingis lagst gegn því að að EFTA fullgildi fríverslunarsamning við Kólumbíu og landbúnaðarsamning Íslands og Kólumbíu sem nú liggja fyrir Alþingi. Mannréttindabrot gegn verkalýðsforingjum og meðlimum stéttarfélaga eru daglegt brauð í Kólumbíu þar sem réttindi launafólks eru fótum troðin. Bara á þessu ári hafa 35 verkalýðsforingjar verið myrtir í Kólumbíu.

Samningatækni og ferill kjaraviðræðna

Ríkissáttasemjari í samstarfi við helstu samtök og stéttarfélög á vinnumarkaði stóð í gær fyrir fræðslufundi um ferli kjarasamningsviðræðna og umgjörð kjarasamninga.  Fjölmenni var á fundinum en sérfræðingur í samningatækni frá Harvard fór yfir helstu atriði samningagerðar og fulltrúar aðila vinnumarkaðarins á hinum Norðurlöndunum fluttu erindi.  Síðari hluti fundarins verður n.k. mánudag.

Staðall fyrir vinnustaðaskírteini

Í byrjun september var gefinn út staðall fyrir útgáfu vinnustaðaskírteina en í staðlinum er kveðið á um hvað skírteinin þurfa að uppfylla til að teljast gild.  Skírteinin skulu framleidd úr hörðu efni og skal koma fram á þeim starfsheiti.  Í samkomulagi ASÍ og SA um vinnustaðaskírteini er kveðið á um að þremur mánuðum eftir útgáfu staðalsins skulu öll ný skírteini gefin út í samræmi við hann og er miðað  við áramótin 2012-13.

Verðum að ná verðbólgu og vöxtum niður

Brýnasta viðfangsefni stjórnvalda og Seðlabanka er að leggja grunn að stöðugleika í formi lágrar verðbólgu, lægri vaxta og meira jafnræði milli einstakra geira efnahags- og atvinnulífsins. Bæði í aðdraganda og kjölfar efnahagshrunsins hefur staða gengis- og peningamála verið í miklum ólestri. Í ítarlegri skýrslu Seðlabankans um valkosti okkar í gengis- og peningamálum kemur fram, að frá því að við tókum upp fljótandi krónu með verðbólgumarkmiði árið 2001 hafa sveiflur krónunnari verið miklar og valdið hagsveiflum frekar en að krónan sé tæki til að jafna slíkar sveiflur.

Starfsfólk á skyndihjálparnámskeiði

Starfsfólk Þjónustuskrifstofu iðnfélaga sat nú í morgun skyndihjálpar-námskeið á vegum Rauða krossins en fulltrúi samtakanna kom í heimsókn og kynnti helstu viðbrögð ef slys eða bráð veikindi ber að höndum.  Ljóst er að þó margir höfðu setið viðlíka námskeið á árum áður þá hefur margt breyst í áherslum skyndihjálpar og full ástæða til að mæla með að vinnustaðir bjóði upp …

Hvað hefur breyst frá 2007 – höfum við ekkert lært?

Það hefur skapast mikil umræða um kaupréttarsamninga sem stjórn Eimskips hefur gert við æðstu starfsmenn fyrirtækisins en ef útboðsgengið sem fyrirtækið hefur auglýst til fagfjárfesta reynist rétt munu þessir einstaklingar fá í sínar hendur gríðarlega fjármuni. Nú kann maður að spyrja; eru þessir aðilar á svo lágum launum að ástæða sé til að vera með sérstaka kaupréttarsamninga til viðbótar almennum launum? Spyr sá sem ekki veit.

Reynir verulega á forsendur kjarasamninga

Talsverð hækkun launa á milli einstakra mánaða varð í september s.l. þegar launavístalan hækkaði um 0,6% en í október 2011 hækkaði hún eilítið meira eða um 0,7%. Þetta kemur fram í mælingum Hagstofu Íslands á breytingum á launavísitölu sem birt var í gær og fjallað var um í Morgunkorni Íslandsbanka. Kjarasamningsbundnar hækkanir skýra ekki þessa hækkun og er því um launaskrið að ræða.

Samiðn með 21 fulltrúa á þingi ASÍ

Fertugasta þing Alþýðusambands Íslands var sett í morgun að viðstöddum fulltrúum launafólks af landinu öllu en þingið mun standa fram á föstudag.  Aðildarfélög Samiðnar sendu 21 fulltrúa til þingsins og er ljóst að þeir munu standa í ströngu við að móta stefnu ASÍ til næstu tveggja ára en miðstjórn Samiðnar sendi nýverið frá sér ályktun þar sem stjórnvöld voru gagnrýnd …