Reynir verulega á forsendur kjarasamninga

Launavístalan hefur því hækkað um 5,7% s.l. 12 mánuði. Kaupmattur launa í september lækkaði um 0,2% frá fyrra mánuði en sé horft til síðustu 12 mánuði hefur hún hækkað um 1,4%.

Útlit er fyrir að verðbólgan sem er í kortunum verði búin að éta upp nánast alla þá 7% hækkun sem samið var um í síðustu kjarasamningum fyrir lok þessa árs.
Allt bendir til að kaupmáttaraukning verði innan við 1% í desember og verðbólgan fari vel yfir 4% en viðmiðið var að hún yrði sem næst viðmiði Seðlabankans eða 2,5%.
Útlitið er því ekki gott og ljóst að það er farið að reyna verulega á forsendur kjarasamninga en þær verða metnar í byrjun janúar n.k.