Samfélagslegt tjón skattsvika bitnar á okkur öllum

Einkahlutafélagið selur vinnu einstaklingsins út og greiðir honum laun oft á tíðum lág laun og greiðir restina í formi arðs til þess að komast hjá skattgreiðslum. Utanumhald margra þessara einkahlutafélaga er oft á tíðum mjög takmarkað, mikil vanhöld eru á skilum á ársreikningum og mjög mikil vanskil á greiðslu opinbera gjalda. Í þeim herferðum sem RSK hefur staðið fyrir í samstarfi við SA og ASÍ kemur í ljós að skattsvik eru mest í litlum fyrirtækjum og hjá einstaklingsfyrirtækjum. Athygli vekur að verktakar geta haft viðskipti við einstaklingsfyrirtæki án þess að þau séu að standa skil á t.d. virðisaukaskatti eða öðrum opinberum gjöldum. Einnig hefur komið í ljós að einstaklingar geta jafnvel fengið endurgreiddan virðisaukaskattinn þrátt fyrir að verktaki sem þeir eru í viðskiptum við sé ekki með gilt virðisaukaskattsnúmer. Það er brýn þörf á að endurskoða allt umhverfi einkahlutafélaga með það að markmiði að þeir einir geti notað þetta fyrirkomulag sem stunda alvöru atvinnurekstur og komið verði í veg fyrir að verktakar geti átt viðskipti við undirverktaka sem ekki eru rétt skráðir eða standa ekki í skilum með opinbera skatta eins t.d. virðisaukaskattinn eða lífeyrissgjöld.
Að þessu sögðu er hins vegar mikilvægt að áfram sé hægt að vera með einyrkjastarfsemi en krafan er að slík starfsemi sé ekki farvegur fyrir undanskot og skattsvik.