Fertugasta þing Alþýðusambands Íslands var sett í morgun að viðstöddum fulltrúum launafólks af landinu öllu en þingið mun standa fram á föstudag. Aðildarfélög Samiðnar sendu 21 fulltrúa til þingsins og er ljóst að þeir munu standa í ströngu við að móta stefnu ASÍ til næstu tveggja ára en miðstjórn Samiðnar sendi nýverið frá sér ályktun þar sem stjórnvöld voru gagnrýnd fyrir vanefndir í uppbyggingu atvinnutækifæra í tengslum við síðustu kjarasamningsgerð.