Gildistöku nýrrar byggingarreglugerðar verði frestað um ár

 Fyrst nú fjórum árum síðar eru teikn um lítilsháttar viðsnúning.  Vanmáttug starfsgrein og ónýtur markaður með íbúðarhúsnæði geta á engan hátt risið undir þeim breytingum sem felast í reglugerðinni.  Að mati greiningardeildar Arion banka stendur núverandi markaðsverð ekki undir framleiðslukostnaði hvað þá ef kröfur verða auknar jafn stórkostlega og raun ber vitni.  Á kynningarfundum um innleiðingu mannvirkjalaga og reglugerðarinnar hafa alls staðar komið fram áhyggjur af því að reglugerðin gangi of langt og að of geyst hafi verið farið í að herða kröfur.  Af þessu tilefni viljum við að bráðabirgðaákvæðinu verði frestað og tíminn notaður til að endurmeta hversu langt eigi að ganga í breytingum við núverandi aðstæður.  Óbreytt reglugerð er ávísun á aukið og viðvarandi atvinnuleysi í greininni að ógleymdum atgervis- og fólksflótta.“