Samkomulag ASÍ og SA samþykkt

Á fundi samninganefndar Samiðnar í dag var formanni Samiðnar veitt fullt umboð til að undirrita samkomulag milli SA og ASÍ eins og það var lagt fram og kynnt á fundinum. Verði samkomulagið undirritað n.k. mánudag munu kjarasamningar gilda fram til 30. nóvember 2013. Í drögum að yfirlýsingu milli SA og ASÍ er kveðið á um að undirbúningur fyrir endurnýjun gildandi kjarasamninga muni hefjast strax í því markmiði að nýr kjarasamningur taki gildi tveimur mánuðum fyrr en annars hefði verið.

Eru forsendur fyrir langtíma kjarasamningum brostnar?

Á formannafundi ASÍ í dag gerði forseti sambandsins grein fyrir viðræðum við SA um forsenduákvæði kjarasamninga.  Á fundinum kom fram að atvinnurekendur hafna öllum frekari launahækkunum og telja sig hafa staðið við sitt hvað varðar kaupmáttaraukningu og því sé engin forsenda fyrir því að auka kostnað fyrirtækja með frekari hækkunum.

Verkfæragjald blikksmiða

Verkfæragjald reiknast á alla unna tíma og er háð byggingarvísitölu. Grunnvísitalan er 203 og grunnupphæð verkfæragjalds er kr. 46. Verkfæragjald er uppfært 1.janúar og 1.júlí ár hvert (sjá nánar ).   Verkfæragjald pr. klst. (01.07.2020) – 181,62 kr. miðað við 37 virkar vinnustundir á viku. Verkfæragjald pr. klst. (01.04.2020) – 180,10 kr. miðað við 37 virkar vinnustundir á viku. Verkfæragjald …

Nýtt verkfæragjald blikksmiða

Samkvæmt kjarasamningi Samiðnar og SA breyttist verkfæragjald blikksmiða þann 1. janúar úr kr. 131 í kr. 131,5 til samræmis við breytingu á byggingavísitölu. Sjá nánar í kjarasamningi (bls. 81).

Minni verðbólga og hægir á kaupmáttaraukningu

Samkvæmt nýbirtri mælingu Hagstofu Íslands hækkaði vísitala neysluverðs (VNV) um 0,05% á milli nóvember og desember. Er þetta talsvert minni hækkun en búist var við.  Í desember í fyrra hækkaði vísitalan um 0,4% frá fyrri mánuði, og lækkar því tólf mánaða taktur verðbólgunnar úr 4,5% í 4,2% á milli nóvember og desember.

Ísland er að fjarlægjast Norðurlöndin

Árið 2010 voru meðallaun á Íslandi undir meðaltali í Evrópusambandsríkjunum . Sé meðaltalið sett á 100 er Ísland með 93 sé horft til árslauna í evrum. Danmörk og Noregur er með um 180 en Finnland og Svíþjóð nokkru lægri. Sé horft til jafnvirðisgildis árslauna (sem er byggt á verðsamanburði á sömu eða sambærilegri vöru og þjónustu milli ríkja) er Ísland með 95 á móti 100 og lækkar í röðinni. 

Ályktun velferðarvaktarinnar um atvinnumál

Í ályktun velferðarvaktarinnar um stöðu atvinnulausra og send var ríkisstjórninni og Samtökum sveitarfélga kemur fram, að atvinnumálin séu grundvöllur velferðar í landinu og stjórnvöld verði að vinna markvisst að því að auka svigrúm fyrirtækja og einstaklinga til fjárfestinga og atvinnuskapandi verkefna.

Farsæld – baráttan gegn fátækt á Íslandi

Hjálparstarf kirkjunnar og Rauði krossinn í Reykjavík hafa gefið út skýrslu um fátækt á Íslandi –  hvernig megi bæta úr fátækt og hvar fátækragildrur liggja í samfélaginu.  Skýrslan er afrakstur samstarfs ýmisa stofnana, félaga og ráða sem daglega sýsla með erfiðleika fólks og er markmiðið að leita leiða til að bregðast við fátækt hér á landi. Skýrsluna má lesa hér.

Þungur tónn á formannafundi ASÍ

Einungis einn af þeim fimm þáttum sem lagðir eru til grundvallar endurskoðunar kjarasamninganna standast, kaupmáttur launa flýtur aðeins yfir markið og er í plús en þar munar ekki nema broti úr prósentu.  Þetta kom fram í samantekt Ólafs Darra Andrasonar hagfræðings ASÍ á formannafundi aðildarfélaga ASÍ sem haldinn var á Grand hóteli í dag.