Hjálparstarf kirkjunnar og Rauði krossinn í Reykjavík hafa gefið út skýrslu um fátækt á Íslandi – hvernig megi bæta úr fátækt og hvar fátækragildrur liggja í samfélaginu. Skýrslan er afrakstur samstarfs ýmisa stofnana, félaga og ráða sem daglega sýsla með erfiðleika fólks og er markmiðið að leita leiða til að bregðast við fátækt hér á landi.