Ríki og sveitarfélög falli frá hækkunaráformum

Áskorun til ríkisins Samninganefnd Samiðnar lýsir yfir vonbrigðum með afstöðu fjármálaráðherra við óskum stéttarfélaganna, um að ríkið dragi til baka fyrirhugaðar verðbreytingar sem fram koma í fjárlagafrumavarpinu en þar er gert ráð fyrir 3% verðlagshækkunum. Það má öllum vera ljóst að ef ríkisstjórnin ætlar að ganga fram með verðlagshækkanir sem óhjákvæmilega valda aukinni verðbólgu, munu fleiri fylgja í kjölfarið og …

Ákvörðum Reykjavíkurborgar mikilvægt skref til stöðugleika

Síðustu daga hafa staðið yfir viðræður milli stéttarfélaga í Reykjavík og fulltrúa Reykjavíkurborgar um sameiginlega sýn á komandi kjarasamningsgerð. Á fundunum hafa stéttarfélögin gert grein fyrir þeim markmiðum sem unnið er út frá þ.e. stöðugu verðalagi, vaxandi kaupmætti og auknum hagvexti. Í þeim samræðum hafa aðilar orðið sammála um sameiginlega sýn og samstillt áherslur sínar varðandi forsendur komandi kjarasamninga. Því …

Stéttarfélögin urðu VÖR í gær á fundi með ríkisstjórninni

Vinna við kjarasamningsgerð er ekki ólíkt því að veiða lax, maður verður sér úti um leyfi til að mega veiða og reynir að undirbúa sig sem best, fer yfir búnaðinn, kynnir sér aðstæður og les sér til um reynslu annarra og spáir í framtíðina í gegnum veðurfræðingana. Þegar á hólminn er komið er það undir laxinum hvort hann vill taka …

Veikindaréttur

Starfsmenn skulu á hverju 12 mánaða tímabili halda launum í veikinda- og slysaforföllum sem hér greinir Fyrstu sex mánuðina hjá sama atvinnurekanda, tveir dagar á fullum launum fyrir hvern unninn mánuð. Eftir sex mánaða samfellt starf hjá sama atvinnurekanda, einn mánuður á fullum launum. Eftir tveggja ára samfellt starf hjá sama atvinnurekanda, einn mánuður á fullum launum og einn á …

Orlof SA

4. KAFLI – Um orlof 4.1.       Orlofslaun, orlofsfé, taka orlofs 4.1.1.             Um orlof skal fara að lögum nr. 30/1987. Þar er gert ráð fyrir því að orlofi af öllum tekjum megi breyta í orlofstíma. Þá er miðað við að orlof skuli greiða af öllum tekjum og hlunnindum að kostnaðarliðum undanskildum. 4.1.2.             Lágmarksorlof skal vera 24 dagar. Orlofslaun skulu vera 10,17% …

Dagpeningar – erlendis

Dagpeningagreiðslur vegna ferða erlendis fylgja ákvörðun Ferðakostnaðarnefndar ríkisins hafi fyrirtæki ekki sérstakar reglur um greiðslu ferðakostnaðar (sbr. gr. 3.9.1 í Kjarasamningi). Sjá nánar.

Mestur jöfnuður á Íslandi

Árið 2012 var hlutfall landsmanna sem var undir lágtekjumörkum eða í hættu á félagslegri einangrun lægra á Íslandi en annars staðar í Evrópu. Á vef Hagstofunnar má sjá að á Íslandi var hlutfallið 12,7% en 25% meðal íbúa Evrópusambandsins. Hlutfallið í Noregi var næst lægst og þar á eftir var Holland.  Þau lönd þar sem íbúar voru helst fyrir neðan …

Reykjavíkurborg endurskoði hækkanir á þjónustugjöldum

Þessar vikurnar eru sveitarfélögin að undirbúa fjárhagsáætlanir fyrir næsta ár og ákveða verðlagningu á þjónustu sem íbúarnir þurfa að greiða fyrir. Nú í vikunni voru kynnt drög að fjárhagsáætlun fyrir Reykjavíkurborg og samkvæmt þeim upplýsingum sem fram hafa komið í fjölmiðlum eru fyrirhugaðar hækkanir langt umfram þau viðmið sem Samiðn hefur lagt til grundvallar við gerð kjarasamninga. Samiðn hefur í …

Vonbrigði með áhuga- og afstöðuleysi stjórnvalda

Á formannafundi Alþýðusambands Íslands sem haldinn var í dag fór Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ ítarlega yfir stöðu kjaraviðræðna og fór hörðum orðum um niðurskurðaráform ríkisstjórnarinnar í velferðarmálum.   Sagði hann þá stefnu sem birtist í fjárlagafrumvarpinu, það er lækkun skatta á hálaunafólk og niðurskurð í velferðarkerfinu, ganga í megin atriðum gegn þeirri sýn sem Alþýðusambandið hafi.  Miðað við þau niðurskurðaráform …