Mestur jöfnuður á Íslandi

Árið 2012 var hlutfall landsmanna sem var undir lágtekjumörkum eða í hættu á félagslegri einangrun lægra á Íslandi en annars staðar í Evrópu. Á vef Hagstofunnar má sjá að á Íslandi var hlutfallið 12,7% en 25% meðal íbúa Evrópusambandsins. Hlutfallið í Noregi var næst lægst og þar á eftir var Holland.  Þau lönd þar sem íbúar voru helst fyrir neðan lágtekjumörk eða í félagslegri einangrun voru Búlgaría, Rúmenía og Lettland.

Sjá nánar.