Nýtt verkfæragjald blikksmiða 1.júlí

Samkvæmt kjarasamningi Samiðnar og SA breytist verkfæragjald blikksmiða þann 1. júlí úr kr. 135,1 í kr. 137 til samræmis við breytingu á byggingavísitölu. Sjá nánar í kjarasamningi (bls. 81).

Miðsumarshugleiðing

Þann 21. desember s.l undirritaði formaður Samiðnar nýjan kjarasamning við SA fyrir hönd aðildarfélaga sambandsins. Samningurinn fékk misjafnar viðtökur og var samþykktur með minnihluta atkvæða í tveimur stærstu aðildarfélögunum. Samningurinn hafði að megin markmiði að skapa efnahagslegan stöðuleika og leggja grunn að langtíma samningi þar sem kaupmáttur almennings færi stig vaxandi. Í samningsgerðinni var lögð mikil áhersla á víðtæka samstöðu …

Úrslit Golfmóts Samiðnar

Hið árlega golfmót Samiðnar var haldið föstudaginn 20. júní s.l. á Hlíðarvelli í Mosfellsbæ. Keppt var bæði með og án forgjafar og veitt unglingaverðlaun og var það opið öllum félagsmönnum aðildarfélaga Samiðnar og fjölskyldum þeirra. Sú breyting var að þessu sinni að mótið var jafnframt innanfélagsmót Byggiðnar og FIT og var keppt um sérstök verðlaun hjá hvoru félaginu fyrir sig. …

Miðstjórn ASÍ: Tilraunin hefur mistekist

Miðstjórn Alþýðusambands Íslands hefur sent frá sér harðorða ályktun þar sem því er lýst yfir að tilraunin um hóflegar kauphækkanir og áherslu á stöðugleika hafi mistekist sé mið tekið af þeim kjarasamningum sem undirritaðir hafa verið við aðrar stéttir að undanförnu. „Aðildarfélög ASÍ gerðu kjarasamning við Samtök atvinnulífsins um síðustu áramót sem ætlað var að stuðla að stöðugleika í gengi …

Kjarasamningur við Landsvirkjun samþykktur

Kjarsamningur Samiðnar f.h. aðildarfélaga og Landsvirkjunar sem undirritaður var 15. maí s.l. var samþykktur í rafrænni atkvæðagreiðslu með 60% atkvæða. Sjá samninginn.

Starfsmenntamyndbönd fyrir nemendur og foreldra

Þessa dagana standa nemendur í 10. bekk frammi fyrir því að velja sér nám næsta vetur. Það er margt í boði og því mikilvægt fyrir nemendur ásamt foreldrum að kynna sér námsframboð vel. Mennta- og menningarmálaráðuneytið ásamt Samiðn hafa látið útbúa fjögur stutt myndbönd um þau tækifæri sem felast í störfum í byggingar- og málmiðnaði. Markmiðið er að myndböndin gefi …

Laun iðnaðarmanna á síðasta ári

Í nýútkomnum Hagtíðindum Hagstofu Íslands kemur fram að regluleg laun karlkyns iðnaðarmanna voru 418 þúsund krónur að meðaltali árið 2013 og miðgildið 389 þúsund krónur.  Meðalatal reglulegra launa kvenna var 370 þúsund krónur og miðgildið 354 þúsund en rétt er að hafa í huga að fáar konur tilheyra starfsstéttinni.  Regluleg laun er laun fyrir umsaminn vinnutíma hvort sem um dagvinnu …

Tekjuskiptingin – skiptir hún máli?

Ásmundur Stefánsson fyrrum formaður Alþýðusambands Íslands, flutti áhugaverðan fyrirlestur fyrir forystufólk í verkalýðshreyfingunni um tekjuskiptingu og hvort hún hafi áhrif, t.d. þannig að hún hamli hagvexti eins og stundum hefur verið haldið fram.  Niðurstaða Ásmundar í fyrirlestrinum er að jöfnuður hamli ekki hagvexti, hann skili þvert á móti betra samfélagi. Möguleiki á að upplifa ameríska drauminn sé þannig mestur þar …

Er tækifærið að renna okkur úr greipum?

Fyrsti maí er alþjóðlegur baráttudagur fyrir bættum lífskjörum og auknum mannréttindum. Baráttumálin taka mið af ástandinu í hverju landi fyrir sig en grundvallast samt sem áður á skiptingu auðsins þ.e. á milli þeirra sem vinna við framleiðsluna og þeirra sem ráða og eiga fjármagnið. Þessi barátta hefur engan endi og mun vara um ókomna framtíð, engin skýr landamæri, hún er …

1. maí – Samfélag fyrir alla!

Hátíðarhöld á baráttudegi verkalýðsins 1. maí verða með hefðbundnum hætti um land allt með tilheyrandi kröfugöngum, útifundum og kaffisamsætum stéttarfélaganna.  Í Reykjavík fer kröfuganga kl. 13:30 frá Hlemmi að Ingólfstorgi þar sem haldinn verður útifundur og að honum loknum bjóða stéttarfölögin í 1. maí kaffi.  Byggiðn og FIT bjóða félagsmönnum sínum á Grand hótel við Sigtún (Gullteigur). Gylfi Arnbjörnsson forseti …