Tekjuskiptingin – skiptir hún máli?

Ásmundur Stefánsson fyrrum formaður Alþýðusambands Íslands, flutti áhugaverðan fyrirlestur fyrir forystufólk í verkalýðshreyfingunni um tekjuskiptingu og hvort hún hafi áhrif, t.d. þannig að hún hamli hagvexti eins og stundum hefur verið haldið fram.  Niðurstaða Ásmundar í fyrirlestrinum er að jöfnuður hamli ekki hagvexti, hann skili þvert á móti betra samfélagi. Möguleiki á að upplifa ameríska drauminn sé þannig mestur þar sem jöfnuður er mestur, þ.e. á Norðurlöndunum.

Fyrirlestur Ásmundar Stefánssonar má sjá hér.