1. maí: Samstaða í 100 ár – sókn til nýrra sigra!

Hátíðarhöld á baráttudegi verkalýðsins 1. maí verða með hefðbundnum hætti um land allt með tilheyrandi kröfugöngum, útifundum og kaffisamsætum stéttarfélaganna.  Í Reykjavík fer kröfugangan kl. 13:30 frá Hlemmi að Ingólfstorgi þar sem haldinn verður útifundur og að honum loknum bjóða stéttarfölögin í 1. maí kaffi.  Byggiðn og FIT bjóða félagsmönnum sínum á Grand hótel við Sigtún (Gullteigur).

Framkvæmdastjóri Sameinaða lífeyrissjóðsins lætur af störfum

Framkvæmdastjóri Sameinaða lífeyrissjóðsins Kristján Örn Sigurðsson hefur látið af störfum hjá sjóðnum að eigin ósk en í  fjölmiðlaumræðunni síðustu daga um svokölluð Panamaskjöl hefur nafn Kristjáns tengist tveimur aflandsfélögum. Sjá nánar.

Samþykktir 8 þings Samiðnar 2016

Eftirtaldar ályktanir voru samþykktar á 8. þingi Samiðnar 22.-23. apríl 2016: >> Samþykkt um lífeyrismál>> Samþykkt um íslenskan vinnumarkað

Þingi Samiðnar lokið: Nýtt vinnumarkaðslíkan og breytingar á lífeyrissjóðakerfinu

Á áttunda þingi Samiðnar sem haldið var á Grand hóteli um helgina var fjallað um nýtt vinnumarkaðslíkan og fyrirhugaðar breytingar á lífeyrissjóðakerfinu.  Meðal frummælenda um nýtt vinnumarkaðslíkan voru Hannes Sigurðsson aðstoðarframvkæmdastjóri SA, en í erindi sínu lagði hann áherslu á að kjarasamningar sem stuðla að efnahagslegum stöðugleika skiluðu bættum lífskjörum þegar til lengri tíma litið. Hann sagði mikla þörf á bættum …

Miðlunartillagan samþykkt

Kosningu um miðlunartillögu Ríkissáttasemjara frá 19. mars sl. lauk í gær 11. apríl.  Tillagan var samþykkt með 61,5% greiddra atkvæða.  Einnig fór fram stjórnarfundur Rio Tinto Alcan á Íslandi hf. (ISAL) í gær þar sem miðlunartillagan var samþykkt einróma.

KLUKK-appið

Klukk er tímaskráningarapp sem hjálpar þér að halda utan um vinnutímana þína með einföldum hætti. Þannig hjálpar appið upp á að þú fáir rétt greitt frá þínum launagreiðanda. Sjá nánar.

Miðlunartillaga lögð fram í ISAL deilu

Ríkissáttasemjari lagði í dag fram miðlunartillögu í kjaradeilunni við ISAL.  Tillagan verður lögð fyrir félagsmenn verkalýðsfélaganna sem að deilunni standa og fyrirtækisins og á atkvæðagreiðslu að vera lokið 11. apríl n.k.  Efnisinnihald tillögunnar verður kynnt starfsmönnum ISAL á næstu dögum.

Vítaverð afstaða ráðherra til kennitöluflakks

Hilmar Harðarson formaður Samiðnar og Félags iðn- og tæknigreina (FIT) átelur iðnaðar- og viðskiptaráðherra harðlega í leiðara nýjasta Fréttabréfs FIT.  Ráðherrann gæti ekki hagsmuna almennings er kemur að kennitöluflakki, skilji ekki alvarleika málsins og neiti að grípa til nauðsynlegra aðgerða.  Með því að leggjast gegn samþykkt þingmannafrumvarps gegn kennitöluflakki sem kynnt hefur verið á Alþingi og felur m.a. í sér …

Framundan er tími hinna stóru tækifæra

Kjarasamningarnir sem gerðir voru 21. janúar s.l. voru samþykktir með miklum meiri hluta atkvæða í allsherjaratkvæðagreiðslu meðal félagsmanna stéttarfélaga innan ASÍ.Gangi kjarasamningurinn eftir eins og hann er lagður upp, mun kaupmáttur vaxa á Íslandi hraðar en í nokkru öðru landi sem við berum okkur saman við. Boginn hefur hins vegar verið spenntur og því mikilvægt að allir sameinist um að …

Kjarasamningar samþykktir með yfirgnæfandi meirihluta

Samtök atvinnulífsinsNýr kjarasamningur Samiðnar f.h. aðildarfélaga við Samtök atvinnulífsins var samþykktur með 91,28% atkvæða í rafrænni kosningu sem lauk á hádegi í dag.  Andvígir samningnum voru 7,81% og 0,91% skiluðu auðu.  Kosingaþátttakan var 14,08%.  Gildistími samningsins er frá 1.janúar s.l. Sjá samninginn. BílgreinasambandiðNýr kjarasamningur Samiðnar f.h. aðildarfélaga við Bílgreinasambandið var samþykktur með 87,73% atkvæða í rafrænni kosningu sem lauk á …